25.6.2009 | 01:33
Sr. Gunnþór “skákprestur” sleginn til riddara
Stjórn Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, Strandbergi, Hafnarfjarðarkirkju, ákvað nýlega, með fulltingi allra innvígðra og innmúraðra klúbbfélaga sinna,
að heiðra Sr. Gunnþór Þ. Ingason, með því að sæma hann heiðursriddaranafnbót í þakklætis- og kveðjuskyni,
nú þegar hann lætur af störfum sóknarprests við Hafnarfjarðarkirkju eftir 32 ára þrotlaust og gróskumikið starf og hverfur til annarra mikilvægra kennimanns- og fræðastarfa á vegum Þjóðkirkjunnar á Biskupsstofu, þar sem hann mun m.a. sinna rannsóknum á keltneskri kristni
og menningu og áhrifum hennar á íslenskt kristnihald.
Sr. Gunnþór hefur verið verndari Skákklúbbsins Riddarans, allt frá því hann var stofnaður fyrir 10 árum og stutt starfsemi hans ötullega og beitt sér fyrir ýmsum nýjungum, þar sem Skákmótið Æskan og Ellin ber hæst. Þá hefur hann borið ríka umhyggju fyrir klúbbnum, efnt til sérstakra skákmessa, blessað meðlimi hans og allt skáklíf á Íslandi og mært taflið í dýrum kveðskap.
Á skákfundi klúbbsins í dag, sló Einar S. Einarsson, formaður, Sr. Gunnþór til heiðursriddara með pomp og pragt. Þessu til staðfestu var honum síðan afhent silfurslegin riddarastytta með áletruðu nafni hans, klúbbsins og ártali, ásamt viðurkenningar-skjali um leið og honum var óskað velfarnaðar í störfum á nýjum vettvangi.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Íslenskar skákfréttir, Íþróttir | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 19
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 145
- Frá upphafi: 8779025
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 115
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.