Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankastjórar tefla í Listasafninu í dag!

Davíð OddssonFyrrum Seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, og núverandi Seðlabankastjóri, hinn norski Svein Harald Øygard, munu tefla tvær hraðskákir í upphafi níundu og jafnframt síðustu umferðar Reykjavíkurskákmótsins sem verður í dag í Listasafni Reykjavíkur.  Hraðskákin hefst klukkan 12.30 en umferðin sjálft klukkan 13.

Davíð er reyndur skákmaður og hefur oft sést bregða fyrir sem áhorfandi á skákmótum. 

Svein Harald, hefur verið meira þekktari fyrir hagfræðiþekkingu enSvein Harald Öygard skákgetu en ef eitthvað er að marka tengsl skákar og skyldleika gæti hann reynst erfiður andstæður. Bróðir hans er nefnilega Leif Øygard sem reyndist íslenskum skákmönnum oft óþægur ljár í þúfu á Reykjavíkurmótum hér áður fyrr og munu þeir hafa teflt mikið saman á unglingsárum.  Svein Harald mun því líka vera býsna sterkur skákmaður rétt eins og Davíð.    

Leif ÖygardSeðlabankastjórarnir munu aldrei hafa hist fyrr, hvorki við skákborðið né annars staðar svo spennandi verður að sjá hvor hefur betur.  Mun hinn brottrekni Seðlabankastjóri leggja lausamanninn úr norska verkamannaflokknum?

Eins og áður fer einvígið fram í Listasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu og hefst stundvíslega kl. 12:30. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist fólk  streyma að. Sé skákstaðinn útum gluggann hjá mér.  Það var ótrúlegt hvernig Bjössi gat talað kónginn til að koma.  Þetta verður sennilega eina skrauatfjöðrin sem honum tekst að næla í hattinn sem forseti SÍ.  Heyrði að Bjössi  hefði neyðst til að klára skákina í gær á mettíma einmitt til að landa þessum viðburði.  Eins og þjóðin þekkir þá er alltaf stutt í gamansemina hjá DO.  Hann fann sig samt enganveginn sem Seðlabankastjóri en það er önnur saga.

Verðum að mæta og standa með okkar manni!!

Þorfinnur Björnsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband