Leita í fréttum mbl.is

Skákdagurinn 29. mars - mikiđ um ađ vera!

Sunnudagurinn 29.mars verđur ćđi viđburđarríkur en dagskráin er á ţessa leiđ:

Lifandi skák ţar sem enginn er drepinn, kl.14.00 viđ Útitafliđ.

Skáksamband Íslands var ásamt Knattspyrnusambandi Íslands fyrst til ađ stíga fram og styđja viđ Heimsgöngu um friđ sem fram fer síđar á árinu. Til ađ vekja athygli á málstađnum verđur efnt til lifandi skákar á útitaflinu í dag ţar sem gestir, skákáhugamenn og gangandi vegfarendur munu stilla sér upp sem taflmennirnir ţrjátíu og tveir og fćra sig í takt viđ óskir óvćntra meistarar koma til međ ađ tefla skákina. Skákinni verđur svo lýst međ ţeim tillögum sem Skáksambandinu barst ţegar ađ óskađ var eftir öđru orđi en „drepa" ţegar uppskipti eiga sér stađ. Viđtökur voru framúrskarandi en á milli 40-50 mismunandi tillögur bárust.

Saga skáklistarinnar međ augum Helga Ólafssonar, kl.15.00 á Kjarvalsstöđum.

Ađ afloknu útitaflinu er kjöriđ ađ skella sér uppá Kjarvalsstađi ţar sem stórmeistarinn Helgi Ólafsson heldur fyrirlestur um sögu og uppruna skáklistarinnar í tengslum viđ sýninguna „Skáklist" á Kjarvalsstöđum.   Helgi mun fara vítt og breytt í fyrirlestri sínum og međal annars rćđa um arabíska skák frá ţví um 1000, rćđa söguna Manntafl eftir Stefan Sweig, sem sett var á sviđ Borgarleikhússins fyrir nokkru og einnig beina sjónum ađ skák í verkum Halldórs Laxness.

XXIV. Alţjóđlega Reykjavíkurskákmótiđ  6.umferđ, kl.16-21.00, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu

Héđinn Steingrímsson og Henrik Danielsen eru í toppbaráttunni á mótinu en margfaldur sigurvegari ţess, Hannes Hlífar Stefánsson, er ekki langt undan. Ungir íslenskir skákmenn á borđ viđ Hjörvar Stein Grétarsson og Sverrir Ţorgeirsson eru einnig ađ gera ţađ gott auk ţess sem forseti Skáksambandsins getur ekki hćtt ađ grísa á punkta.

Reykjavik Blitz - seinni undanrásarriđill, kl.21.00 á veitingarstađnum Balthazar, bar- og grill.

Fimmtíu skákmenn geta tekiđ ţátt í mótinu og verđa ţađ ţeir sem fyrstir skrá sig á mótsstađ Alţjóđlega Reykjavíkurmótsins. Skákáhugamenn sem ekki tefla í alţjóđlega mótinu eru sérstaklega hvattir til ţess ađ reyna sig gegn meisturunum. Tefldar verđa níu umferđir međ 5 mín. umhugsunartíma ţannig ađ mótiđ tekur um eina og hálfa klukkustund.

Fjórir efstu skákmennirnir vinna sér sćti í úrslitum alţjóđlega hrađskáksmótsins, Reykjavik Blitz, sem fram fer í Hafnarhúsinu ţann 1.apríl nćstkomandi, kl.19.00.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 32
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 181
  • Frá upphafi: 8705238

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband