Leita í fréttum mbl.is

Höfđinglegar móttökur á NM för Jenter í Frosta

IMG 1879Helgi Árnason hefur sent Skák.is pistil um Noregsmót stúlkna sem fram fór í Frosta í Noregi síđustu helgi.  Skák.is kann Helga bestu ţakkir fyrir.

Höfđinglegar móttökur á NM för Jenter í Frosta

Undanfarin tvö ár hefur Norska skáksambandiđ bođiđ  tveimur íslenskum ţátttakendum ađ vera međ og tefla í elsta flokki Norska stúlknameistaramótsins. Hefur ţetta höfđinglega bođ veriđ ţegiđ í bćđi skiptin. Líkt og hér á Íslandi hafa Norđmenn reynt ađ fćra ýmsa skákviđburđi út á landsbyggđina. Noregur er gríđarlega langt og víđáttumikiđ land ţannig ađ ţeir mega hafa sig alla í frammi viđ ađ ná ţessu markmiđi sínu.

Nú var ákveđiđ ađ hafa stúlknameistaramótiđ í smábćnum Frosta sem er ađ finna nokkuđ úr alfaraleiđ í miđjum Ţrándheimsfirđi. Greinilegt var ţegar kíkt var á heimasíđu mótsins ađ mikill metnađur var međal allra í "Frosta kommune" viđ ađ gera viđburđinn sem glćsilegastan úr garđi. Ţar fór fyrir hérađsmönnum smiđurinn og sumarhúsaeigandinn Per Arne Myraunet. Undirritađur ákvađ ađ skella sér sem óbreyttur međ ţeim Tinnu Kristínu og Sigríđi Björgu fulltrúum Íslands ţetta áriđ. Í stuttu máli var ferđin til Noregs hin ćvintýralegasta og skemmtilegasta í alla stađi. Munađi ţar mestu um hversu hlýjar og höfđinglegar móttökur viđ Íslendingar fengum hjá frćndum okkar
í Frosta. Viđ vorum fyrst allra á stađinn af ţátttakendum. IMG 1916

Eftir tvö flug og lestarferđ í miklu vetrarveđri, sem hélst allan tímann, kom Per Arne á fjölskyldu-og atvinnubílnum sínum, forláta fólksvagen "rúgbrauđi" og ók okkur síđasta spölinn eftir ćgifögru landslagi fjarđarins. Ţarna mátti sjá bći međ íslensk nöfn eins og Hvammur, Ás og Sandvík. Per Arne lánađi okkur einn sumarbústađinn sinn til afnota međ öllum ţćgindum endurgjaldslaust, kveikti upp í arninum og dreif okkur síđan í kvöldmat međ fjölskyldu sinni, konu og sex börnum. Per Arne sá um ađ lóđsa okkur á milli stađa og sýndi okkur međ stolti sína fögru fósturjörđ í "Frosta" sem hefur upp á margt ađ bjóđa fyrir ferđamenn.

Skákmótiđ var velskipulagt og teflt var í íţróttahúsi skólans. Ţar var hlýtt inni og góđ birta ţrátt fyrir ađ utan dyra vćri 10 stiga gaddur og ţćfingur. Bornar voru fram veitingar reglulega, oftast ţjóđlegar eins og kjötbollusúpa, grjónagrautur ţurrari en á Fróni og Ţrándheimsvöflur međ brómberjasultu. Ţess á milli skelltum viđ okkur ţrjú á ítalska veitingastađinn og kaupfélagssjoppuna sem stóđu vel undir nafni. Heimamenn hjálpuđust viđ ađ rađa upp, bera fram veitingar og fjölmenna viđ skákstjórn.

Á ţessu móti voru allar skákirnar slegnar inn nánast samtímis, gefin út mótsblöđ daglega međ úrslitum og skákskýringum. Mjög var vandađ til ţessarar útgáfu. Á kvöldvöku sem Per Arne mótstjóri stýrđi hafđi hann fengiđ nánast alla keppendur til ađ trođa upp međ atriđi. Kom ţar í ljós ađ efnilegar skákkonur eru ekki síđur hćfileikaríkar í söng, hljóđfćraleik og leiklist. Ţegar kom ađ verđlaunahátíđ var hverjum ţátttakanda veitt verđlaun, sérhannađur bolli frá "Frosta kommune" međ áletruninni "Međ lögum skal land byggja" orđ sem hljóma kunnuglega hér á Íslandi allt frá stofnun Alţingis áriđ 930.

IMG 1937Verđlaunagripirnir voru margir og glćsilegir og einnig var verđlaunađ fyrir bestu skákirnar í yngstu flokkunum. Ţegar fólksflutningabifreiđ kom í mótslok ađ keyra međ keppendur út á flugvöll í Stjörndal rétt hjá Ţrándheimi kom í ljós ađ kunningsskapur og vinátta hafđi skapast á milli keppenda á mótinu og vinunum á Facebook fjölgađi. Norska skáksambandiđ á heiđur skiliđ fyrir ţetta rausnarlega bođ til íslenska Skáksambandsins og heimamönnum á Frosta hrósa ég á hvert reipi fyrir hversu vel ţeim tókst til međ norska stúlknameistaramótiđ á alla vegu í ţessu fámenna samfélagi í Ţrćndarlögum. Frćndur reyndust okkur frćndum bestir. Helgi Árnason

Myndatextar:

Ţćr Tinna Kristín og Sigríđur Björg höfđu ţađ notalegt viđ arineldinn í "hytten" sem mótshaldarinn Per Arne Myraunet lánađi

Allt í öllu. Per Arne trésmiđur og skákfrömuđur í Frosta á tali viđ íslensku stelpurnar

Vetrarríki í Frosta. Bćrinn liggur í miđjum Ţrándheimsfirđi nokkru sunnar á hnettinum en Reykjavík


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband