Leita í fréttum mbl.is

Sterkir skákmenn í tvöföldu afmćlismóti skákfélags Vinjar

Hrannar, Gunnar Freyr og ŢorvarđurEllefu ţátttakendur skráđu sig til leiks í tvöföldu afmćlismóti sem skákfélag Vinjar stóđ fyrir í gćr, mánudag kl. 13:00. Mótiđ var bćđi skemmtilegt og spennandi og var elsti ţátttakandinn Ágúst Ingimundarson, sem ýmislegt kann fyrir sér í frćđunum, og sá yngsti hin geysiöfluga Elsa María Kristínardóttir sem á framtíđina fyrir sér.

Haldiđ var upp á fimm ára afmćli skákfélags Vinjar sem stofnađ var formlega í júnímánuđi 2003, ađ tilstuđlan Hróksins sem mćtti međ öfluga sveit meistara á fyrsta mótiđ. Má ţar nefna Tomas Oral, Regínu Pokorna, Luke McShane, Hrafn Jökulsson og Róbert Harđarson, sem einmitt ćtlađi ađ fagna afmćli sínu í gćr (ţó stóri dagurinn sé í dag, til hamingju Róbert..).afmćlismót

En Fide-meistarinn geđţekki og varaforseti Hróksins, lá heima í rúmi ţar sem elli kelling hafđi lagt hann ađ velli tímabundiđ.

Hrannar Jónsson tók ađ sér skákstjórn ţar sem tefldar voru fimm umferđir eftir Monrad-kerfi og umhugsunartími fimm mínútur.

 

Gunnar Freyr Rúnarson sem er međ sterkari skákmönnum landsins, mikill lyftingakappi, hafđi sigur međ fullu húsi. Mátti hann svo sannarlega hafa fyrir ţví.
Annar kom Ţorvarđur Ólafsson međ 3,5 vinninga, rétt eins og skákstjórinn Hrannar sem náđi bronsinu.

Međ 3 vinninga voru Elsa María Kristínardóttir, Ágúst Ingimundarson og Bjarni Sćmundsson, Bahamameistari.

Emil Ólafsson, Finnur Kr. Finnsson, Hreiđar Antonsson og Guđmundur Valdimar Guđmundsson fengu tvo og Arnar Valgeirsson einn.

Allir ţátttakendur fengu bókavinninga og eftir verđlaunaafhendinguna var dýrindis kaffiveisla, vöfflur, ís og gúmmelađi og allir ţátttakendur fengu bókavinninga.

Myndasafn mótsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8764953

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband