Leita í fréttum mbl.is

Verkefnaskrá Óttars Felix

Óttar Felix HaukssonÓttar Felix Hauksson, formađur TR og varaforseti SÍ, hefur gefiđ verkefnaskrá sem ber heiti Verkefni íslenskrar skákforystu.   Hún er birt hér í heild sinni. 

1. Samsetning skáksambandsstjórnarinnar

Framundan eru kosningar til stjórnar Skáksambands Íslands. Fyrst skal kosiđ um embćtti forseta, síđan sex međstjórnanda og fjögurra í varastjórn. Einhvern veginn hefur ţađ ćxlast svo á síđustu áratugum ađ samsetning stjórnar hefur ekki nćgjanlega náđ ađ ađ endurspegla  félagaađild ađ Skáksambandinu. Ţó er ţađ svo, ađ lögum samkvćmt er Skáksamband Íslands landsamband íslenskra skákfélaga. Fyrsta markmiđ skáksambandsins er ađ vera samtakaheild og yfirstjórn allra skákfélaga á Íslandi. Stjórn Skáksambands Íslands má ekki međ neinu móti missa sjónar af ţessu meginatriđi og kjörinn forseti verđur ađ líta á sig sem ţjón skákfélaganna en ekki ríkjandi yfir ţeim.

Í ljósi framangreinds hef ég ákveđiđ, nái ég kjöri í embćtti forseta, ađ bjóđa sterkustu og virkustu skákfélögunum ađ eiga ađild ađ stjórn og varastjórn SÍ. Ađeins međ ţeim hćtti tel ég ađ lögbundnum markmiđum skáksambandsins verđi náđ, ţ.e. ađ efla íslenska skáklist og og standa vörđ um hagsmuni íslenskra skákmanna innan lands og utan, ásamt ţví ađ efla og treysta samskipti sambandsfélaganna innbyrđis. Ég mun fara ţess á leit viđ forystumenn taflfélaga/skákfélaga (í stafrófsröđ) Akureyrar, Bolungarvíkur, Fjölnis, Hauka og Hellis ađ ţeir auk TR skipi fulltrúa í ađalstjórn Skáksambandsins, en í varastjórn verđi fulltrúar Austurlands og Norđ-Austurlands, Garđabćjar, skákdeildar KR, Sunnlendinga og Vestmannaeyinga. Međ slíkri breidd á landsmćlikvarđa tel ég ađ SÍ nái ţví međ réttu ađ vera ţađ landssamband, sem kveđur á um í lögum ţess.

2. Skákţing Íslands

 

Ţađ er deginum ljósara ađ Skákţing Íslands hefur sett verulega niđur á síđustu tveimur áratugum. Deildakeppnin gamla, sem ég, í stjórnarsetu minni í SÍ í byrjun níunda áratugarins, og Garđar Guđmundsson komum í ţađ skipulag sem hún býr enn viđ. Íslandsmót skákfélaga er, eins og Jón Torfason benti á í grein í lok síđustu aldar, orđin „sterkasta innanlandsmótiđ og, eins og einhver hafđi á orđi á dögunum, eiginlega Íslandsmótiđ í skák."  Enn í dag eru ţetta orđ ađ sönnu. Ţó er ţađ nú svo, ađ Skákţing Íslands er framar í skáklögum SÍ. Ţar eru Íslandsmeistarar í öllum flokkum krýndir og ber skákforystunni ađ sýna Skákţinginu, ţessu elsta landsmóti skákhreyfingarinnar, tilhlýđilega virđingu. Ég gef Jóni Torfasyni aftur orđiđ úr grein hans í tímaritinu Skák: " Í gamla daga var Íslandsmótiđ veisla allra skákmanna, bćđi ţeirra sterkustu og ţeirra sem minna máttu sín. Ţađ kemst ekki aftur í lag fyrr en landsliđskeppnin verđur tefld um leiđ og keppni í öđrum flokkum mótsins". Ţetta er kjarni málsins.

Undanlátssemi viđ ţrýsting vegna persónulegra einkahagsmuna frá einstökum skákmönnum hefur ađeins haft ţađ í för međ sér ađ los komst á Skákţingiđ og hefur vegur ţess fariđ minnkandi međ árunum. Á Norđurlöndum eins og lengst af á Íslandi hefur skákgyđjan Cassia veriđ dýrkuđ um páska. Ţá hafa Skákţing landanna veriđ haldin í öllum flokkum og ekki brugđiđ út af. Danir voru međ u.ţ.b. 400 keppendur nú um páskana og Fćreyingar milli 30-40 (svarar til 200 manna móts hér). Ţađ á ekki ađ hlaupa á eftir duttlungum iđkenda heldur ađ halda öllu í horfinu í hofi skákgyđjunnar Cassiu. Á árinu 1983 var ákveđiđ ađ fćra landsliđsflokkinn ađ ósk keppenda. Tókst vel til međ ţátttöku en strax nćsta ár, ţrátt fyrir góđan ađbúnađ og verđlaunafé voru vonbrigđi međ ţátttökuna! Páskarnir eru einnig mun betri tími en síđsumar hvađ getuna varđar. Skákmenn eru oftast í mun betri ćfingu um ţetta leyti ársins og ćtti ţví Skákţingiđ ađ vera hápunktur vetrarstarfsins. Skákforystan á ađ stefna ađ gera veg Skákţings Íslands um páska ađ stórhátíđ skákmanna á nýjan leik ţar sem teflt er í öllum flokkum.

3. Skákfélögin, skólaskákin og Skákskóli Íslands

Í upphafi formannsferils míns í Taflfélagi Reykjavíkur kom ég á fundi forystumanna ţeirra taflfélaga í Reykjavík er höfđu barna- og unglingaćfingar á sinni könnu og kastađi ţeirri hugmynd fram, ađ félögin stofnuđu međ sér Skákráđ Reykjavíkur. Innan ţess ráđs myndu félögin, í samvinnu viđ Íţrótta- og tómstndaráđ Reykjavíkur, skipuleggja skákkennslu í skólum og skipta bróđurlega á milli sín bćjarhlutunum og beina börnunum í félögin til ćfinga eftir búsetu ţeirra. Ţeir sem sátu fundinn auk mín voru Gunnar Björnsson frá Helli, Helgi Árnason úr Fjölni og Hrafn Jökulsson frá Hróknum. Ágćtlega var tekiđ í ţessar hugmyndir á fundinum en ekki var ţeim fylgt neitt eftir viđ borgaryfirvöld á ţessu stigi og lá ţetta ţví allt í láginni ţangađ til Hrafn Jökulsson tók ţetta mál á upp aftur upp á eigin spýtur fyrir rúmu ári síđan. Fékk til liđs viđ sig borgarstjórnarmeirihlutann og nokkur stór atvinnufyrirtćki, klćddi máliđ í nýjan búning og  jók verulega viđ verksviđiđ. Hér er á ferđinni Skákakademía Reykjavíkur.

Ţađ er ljóst ađ Reykjavíkurfélögin hafa nú ţegar notiđ ţessara umsvifa Hrafns í auknum fjárstyrk frá Reykjavíkurborg og er ţađ mikiđ gleđiefni. Skákakademían, mun ćtla ađ ráđa Björn Ţorfinnsson sem framkvćmdastjóra og mun ađ öllum líkindum koma ađ skipulagningu skólaskákarinnar í Reykjavík í samvinnu viđ viđ taflfélögin og skákskólann, auk annarra verkefna sem heyrst hefur ađ séu á verkefnaskrá Skákakademíunnar (árlegt Reykjavíkurskákmót og Reykjavík-skákhöfuđborg heimsins!)

Skákakademían hefur ekki enn hafiđ störf og ekki hafa enn borist nein drög ađ lögum eđa stefnuskrá, en vonandi rćtist fljótlega úr ţví og ađ Skákademían finni sér fljótlega réttan farveg í skáklífi höfuđborgarinnar. Hvađ varđar verkefnin almennt í skólunum ţá er heppilegast ađ skákfélögin (Skákakademían hvađ Reykjavík viđkemur) í samvinnu viđ skólayfirvöld (skólastjóra) í hverjum skóla skipuleggi skákkennslu og ćfingar í skólum og beini börnum í til ćfinga í félögum eftir búsetu. Úti á landsbyggđinni ţar sem oftast er ađeins eitt taflfélag til stađar skal sami háttur hafđur á . Stuđningur öflugs atvinnufyrirtćkis eđa fleiri auk stuđnings sveitafélagsins er nauđsynlegur til ađ fjárhagslegur grundvöllur kennslunnar sé tryggđur.

Skákskóli Íslands á ađ vera í nánum tengslum viđ ţetta skipulag og sjá um samhćft ţjálfunarprógram fyrir leiđbeinendur taflfélaganna og styđja viđ ţau međ ţví ađ senda erindreka sína út á land.

Skólaskákmótin öll ţ.e. landmót og hérađsmót í sveita- og einstaklingskeppni eiga ađ vera undir Skólaskáknefnd og hafa sérstaka reglugerđ og fjárreiđur.     

4. Tengslin viđ landsbyggđina - landsbyggđasjóđur.

Í anda eins af meginmarkmiđum Skáksambandsins, sem er ađ efla og treysta samskipti sambandsfélaganna innbyrđis, er á döfinni hjá Taflfélagi Reykjavíkur ađ fara međ ungmennasveit félagsins í helgarferđ til Akureyrar, ţar sem att verđur kappi viđ sterka sveit Skákfélags Akureyrar á átta borđum. Taflfélag Garđabćjar hefur um hríđ haldiđ úti árlegri bikarkeppni, Hellir séđ um hrađskákkeppni og svo mćtti lengi telja.  Skákmenn á Snćfellsnesi efna til árlegrar skákveislu, sem félagar úr hinum ýmsu félögum vilja helst ekki missa af- aldrei! Skákmót eru nú haldin međ glćsilbrag á Bolungarvík, í Ţingeyjarsýslu, Skagafirđi og víđar. Ţetta ţarf ađ efla, ekki síst úti á landsbyggđinni.

Í gamla daga var ţađ oftar en einu sinni ađ reykvískir skákmenn fóru um helgi í bíltúr austur á Stokkseyri og tefldu viđ heimamenn. Ţađ er ekki langt í dag fyrir okkur á höfuđborgarsvćđinu ađ aka austur fyrir fjall og tefla viđ Sunnlendinga á Selfossi,  Stokkseyri eđa Hvolsvelli. Akureyringar gćtu skipulagt heimsókn til Gođans eđa á Sauđárkrók og svona mćtti lengi telja og ţetta er allt fyrir utan Íslandsmót skákfélaga.

Eitt mál sem mjög er brýnt og lagt er fram í fjárhagsáćtlun nýrrar stjórnar, en ţađ er landsbyggđarsjóđur - ferđasjóđur til ađ jafna ađ ađstöđu landsbyggđarmanna á ađ sćkja skákmót. Ţetta er löngu tímabćrt og verđur verkefni nýrrar stjórnar ađ smíđa sjóđnum reglur. Ţćr ţurfa ađ vera bćđi skýrar og sanngjarnar. Sérstaklega ber ađ hafa skólaskákina í huga ţví ţar hefur oft fariđ svo ađ skólar hafa ekki getađ sent sveitir til keppni á landsmóti í Reykljavík vegna kostnađar. Ţađ ţarf ađ reyna ađ koma til móts viđ landsbyggđina  međ ýmsum hćtti og einnig huga ađ ţví ađ fćra mót út á land og efla međ ţví móti skáklífiđ á stađnum. Landsbyggđarsjóđurinn er eitt skref og í rétta átt.

5.  Samheldni og samstađa

Verkefni skákhreyfingarinnar eru ćrin. Mikilvćgast er ađ koma á góđu skipulagi í skákkennslu og ţjálfun barna og unglinga. Samhćfa ţá vinnu međ sveitarfélögum, skólayfirvöldum og atvinnulífinu og tryggja međ ţeim hćtti grundvöll skákiđkunar í landinu til lengri tíma litiđ. Viđ sem skipum forystu SÍ eigum ađ hlúa ađ lögbundnum skákmótum SÍ, s.s. Skákţingi Íslands og Íslandsmóti skákfélaga,  gera ţau ađ árvissum stórviđburđum í islensku menningarlífi. Til ţess ađ svo megi verđa ţarf samstöđu og samheldni ađildarfélaga Skáksambandsins og forystumanna ţeirra.

Tap eđa sigur í komandi forsetakosningum skiptir engu annar hvor verđur undir. Tap eđa sigur skákhreyfingarinnar felst í hvernig viđ bregđumst viđ úrslitunum. Ég lýsi mig reiđubúinn til ađ starfa heilshugar međ Birni Ţorfinnssyni, ef hann reynist sigurvegari komandi kosninga og kjósi ađ notast viđ krafta mína, og vonast til ađ hann sé sama sinnis, ef kosningar fara á hinn veginn.

Gens una sumus - Viđ erum ein fjölskylda.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 8764942

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband