Leita í fréttum mbl.is

Henrik og Björn unnu í fjórðu umferð - Sverrir með jafntefli við stórmeistara

Björn Þorfinnsson í góðum félagsskap við upphaf mótsinsStórmeistarinn Henrik Danielsen (2506) sigraði sænska FIDE-meistarann Daniel Semcesen (2349) í fjórðu umferð Scandinavian Open sem fram fór í Köben í morgun.  Björn Þorfinnsson (2368) vann danska FIDE-meistarann Daniel V. Pedersen (2258).  Hinn ungi og efnilegi skákmaður Sverrir Þorgeirsson (2120) gerði jafntefli við danska stórmeistarann Carsten Höi (2404) og Bragi Þorfinnsson (2406) gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Stellan Brynell (2463).

Henrik er í þriðja sæti með 3 vinninga, Bragi og Björn eru í 4.-10. sæti með 2 vinninga og Sverrir er í 11.-14. sæti með 1 vinning.  Efstir með 3,5 vinning eru Danirnir Lars Schandorff (2526) og Nikolaj Mikkelsen (2390).

Fimmta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 9. Þá mætast:

 • Schandorff - Henrik
 • Björn - Bragi
 • Sverrir - Pedersen

Alls taka 14 skákmenn þátt í mótinu en alls eru tefldar 11 umferðir.  Meðal þátttakenda eru fjórir stórmeistarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (28.1.): 13
 • Sl. sólarhring: 42
 • Sl. viku: 291
 • Frá upphafi: 8714622

Annað

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 206
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband