Leita í fréttum mbl.is

Svanberg sigrađi á fyrsta Ráđhússkákmóti Hróksins

Svanberg.jpgSvanberg Pálsson vann glćsilegan sigur á barnaskákmóti Hróksins í Ráđhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn, hlaut 5 vinninga af 5 mögulegum. Keppendur voru 49, á aldrinum 5 til 15 ára, og voru veitt verđlaun í fjórum flokkum. Geirţrúđur Anna Guđmundsdóttir varđ í 2. sćti, tapađi ekki skák og fékk fjóra og hálfan vinning. Ţau hlutu bćđi DVD-tćki frá Bónus í verđlaun. 

Sóley Pálsdóttir sigrađi í yngri flokki stúlkna, en nćstar komu Rakel, Dilja, Karlotta og Lena. Í yngri flokki pilta var keppnin mjög jöfn og hlutu ţrír snjallir strákar jafnmarga vinninga, og ţurfti stigaútreikning til skipta međ ţeim gulli, silfri og bronsi. Ţetta voru Patrekur Ţórsson, Dagur Ragnarsson og Jón Trausti.
 
Geirţrúđur sigrađi í eldri flokka stúlkna, Sigríđur Björg Helgadóttir varđ önnur, Hrund Hauksdóttir ţriđja, međ ađeins fleiri stig en Birta Össurardóttir.
 
Svanberg hlaut gullpeninginn í eldri flokki stráka, Mikael Luis Gunnlaugsson varđ annar og Dagur Andri Friđgeirsson ţriđji.
 
Verđlaunahafar í öllum flokkum fengu glansandi verđlaunapeninga frá Árna Höskuldssyni og Svanberg fékk bikar fyrir sigurinn. Bónus, Forlagiđ, Henson og Leikfélag Reykjavíkur gáfu vinninga á ţetta vel heppnađa og skemmtilega mót.
 
Viđ upphaf mótsins var Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambandsins heiđruđ fyrir frábćrt starf í ţágu skáklistarinnar á liđnum árum, ekki síst međal barna. Guđfríđur Lilja hefur gegnt embćtti forseta SÍ í fjögur ár, og hyggst hćtta á ađalfundi í vor. Hrafn Jökulsson ţakkađi Lilju fyrir allan ţann tíma, snilld og kraft sem hún hefur lagt í útbreiđslu skákarinnar, og skorađi jafnframt á hana ađ leiđa skákhreyfinguna áfram. Hrund Hauksdóttir fćrđi Lilju fallegan blómvönd undir dynjandi lófataki.
 
Júlíus Vífill Ingvarsson formađur menntaráđs lék fyrsta leikinn og sagđi viđ ţađ tćkifćri, ađ ákveđiđ hefđi veriđ ađ efna til mánađarlegra skákmóta fyrir börn í Ráđhúsinu. Ţá sagđi Júlíus ađ framundan vćru bjartir tímar í skáklífi í höfuđborginni og lofađi kraftmiklu starfi í grunnskólum Reykjavíkur.
 
Reykjavíkurborg hefur sem kunnugt er markađ ţá stefnu ađ verđa skákhöfuđborg heimsins áriđ 2010. Júlíus sagđi ađ Skákakademía Reykjavíkur tćki senn til starfa, en megintilgangur hennar verđur skáklíf í grunnskólum borgarinnar. 

Lokastađan á barnaskákmóti Hróksins í Ráđhúsinu, 24. febrúar 2008:

1. sćti: Svanberg Pálsson 5 vinninga. 2. sćti: Geirţrúđur Anna 4,5 vinning. 3.-7. sćti: Patrekur Maron Magnússon , Dagur Andri Friđgeirsson, Sigríđur Björg Helgadóttir, Mikael Luis Gunnlaugsson, Guđni Fannar Kristjánsson, 4 vinninga 8.-13. sćti: Dagur Ragnarsson, Patrekur Ţórsson, Páll Andrason, Jón Trausti Harđarson, Birkir Karl Sigurđsson, Dagur Kjartansson, 3,5 vinning. 14.-24. sćti: Hörđur Aron Hauksson,
Eiríkur Örn Brynjarsson, Ţorvar Harđarson, Hrund Hauksdóttir, Pétur Steinn Guđmundsson, Friđrik Ţjálfi Stefánsson, Birta Össurardóttir, Einar Ólafsson, Hafţór Andri Helgason, Viktor Ásbjörnsson, Daníel Bjarki Stefánsson, 3 vinningar.
Ađrir keppendur:  Oliver Aron Jóhannesson, Sóley Lind Pálsdóttir, Ólafur Ţorri Sigurđsson, Skúli Guđmundsson, Gauti Páll Jónsson, Rakel Rós Halldórsdóttir, Kristófer Jóel Jóhannesson, Diljá Guđmundsdóttir, Lena Örvarsdóttir, Brynjar Freyr Sćvarsson, Alexander Esra Kristinsson, Tómas Sturluson, Gylfi Örvarsson, Friđrik Gunnar Vignisson, Karlotta Brynja Baldvinsdóttir, Ingi Brjánsson, Stefán Óli Ásgrímsson, Atli Geir Halldórsson, Tóbías Ingvarsson, Logi Snćr Stefánsson, Neo Ţór Halleck, Freyja Rúnarsdóttir, Sigurđur Bjartmarsson, Heiđrún Anna Hauksdóttir,Gabríel Máni Ómarsson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 27
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 194
  • Frá upphafi: 8764039

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband