Leita í fréttum mbl.is

Heimsmeistaramótiđ í skólaskák - Albanía, 20-29 apríl 2018

HM grunnskólasveita

Viđ urđum ţess heiđurs ađnjótandi ađ elstu börnum á Laufásborg voru bođiđ ađ taka ţátt í HM í skólaskák í Albaníu. Ţetta er í fyrsta sinn í heiminum sem leikskóli fer á Heimsmeistarmót sem er frábćrt fyrir okkur, ađ taka ţetta frumkvöđlaskref.

Viđ viljum senda hjartans ţakkir til allra sem hafa styrkt okkur, foreldrum okkar á Laufásborg, Hjallastefnunni, Menntamálaráđuneytinu, Skáksambandi Íslands. Ţökkum líka kćrlega fyrir sýndan áhuga, sérstaklega Forseta Íslands, Guđna Th. Jóhannessyni

Markmiđ okkar var:

 lćra, ćfa, taka ţátt og kynnast fólki frá öđrum löndum.

10. febrúar: Foreldrar fjögurra stúlkna á Eldri stúlknakjarna ákveđa ađ fara og taka ţátt í mótinu. Emilía Embla, Inga Jóna, Rebekka og Urđur.
11. febrúar: Nöfn ţátttakenda voru send til mótshaldara í Albaníu, Jensa og Omar munu fara fyrir hönd Laufásborgar. Samdćgurs byrjuđu formlega ćfingar fyrir HM, sem var 45 mínútur, tvisvar sinnum á dag á leikskólatíma.

24 mars:  Í páskafríinu (10 dagar) voru ćfingar í 7 daga og voru ćfingar 1,5 tími ţrisvar sinnum á dag.

1 apríl:  Ćfingar komnar í ţrisvar á dag alla daga vikunnar. Bćđi innan og utan leikskólatíma

20. apríl: Viđ lögđum af stađ um morguninn og vorum ađ koma til Durres í Albaníu um kl 20:00.

21-29 apríl: Stúlkurnar tefldu 9 skákir, eina skák á dag. Ţćr gerđu sitt besta og voru ótrúlega ţrautseigar ađ klára skákirnar sínar sem voru í kringum 2 tíma í siđastu umferđum og skrifa ţurfti niđur alla leikina á blađ. Ţetta var mikill persónulegur sigur fyrir ţćr, tefla dag eftir dag, taka ţá í Heimsmeistaramóti sem hefur stóra umgjörđ međ fullt af reglum. Omar fékk ađ vera inn í salnum og fannst okkur ţađ mikill stuđningur viđ stúlkurnar en fyrsta daginn voru ţćr einar inni og allt gekk ótrúlega vel og viđ fengum fyrsta sigurinn.

Ferđin til Albaníu var ótrulega skemmtileg og lćrdómsrík fyrir okkur öll.  Dagurinn snérist um skákina, taka ćfingu, tefla og leika ţess á milli.  Viđ nutum ţess ađ Durres er strandbćr og hoteliđ viđ ströndina. Ţetta var frábćrt og gott jafnvćgi milli ţess ađ leika og vera á HM. Daglegar ćfingar voru á milli 10:00 og 12:00 og voru líka einkaćfingar. Foreldrar stóđu sig frábćrlega og stúlkurnar höfđu mjög gaman á mótinu, komu út af síđustu skákinni tilbúnar í fleiri sem var ótrúlega gaman. Ţćr kynntust vinkonum og vinum frá hinum ţjóđunum sem er mjög dýrmćtt.

Ţađ var Indversk stúlka sem vann í ţeirra flokki 7 ára og yngri međ 8 vinninga.

Ein stúlkan okkar fékk 4 vinninga og hinar  3,5  2,5 og 1,5. Ţćr geta teflt aftur ađ ári í sama flokki á HM í skólaskák í Túnis apríl 2019. Viđ erum  afskaplega stolt og ţakklát, ţakklát foreldrum fyrir ađ treysta okkur og gera ţetta svona ótrúlega vel međ okkur.

Hjartans ţakkir.

Omar Salama


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.1.): 8
 • Sl. sólarhring: 113
 • Sl. viku: 688
 • Frá upphafi: 8664829

Annađ

 • Innlit í dag: 8
 • Innlit sl. viku: 390
 • Gestir í dag: 8
 • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband