Leita í fréttum mbl.is

Lenka vann Zhukovu í næstsíðustu umferð

50

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), vann afar góðan sigur á úkraínsku landsliðskonunni og stórmeistaranum Nataliu Zhukovu (2426) í tíundu og næstsíðustu umferð EM kvenna í gær. Lenka hefur 4,5 vinning eftir 10 umferðir en lokaumferðin hófst núna kl. 9:15 í morgun. 

Friðsamt var á efstu borðunum og hefur Valentina Gunina (2507) vinnings forskot fyrir lokaumferðina. Vinningi á eftir henni eru Anna Ushenina (2422), Úkraínu, Nana Dzagnidze (2507), Georgíu, Antoaneta stefanova (2479), Búlgaríu, Elisabeth Paehtz (2468), Þýskalandi, og Ekaterina Atalik (2452), Tyrklandi. 

Lenka teflir við þýsku skákkonuna Judith Fuchs 2286) í lokaumferðinni. Sú er stórmeistari kvenna. 

Alls taka 144 skákkonur þátt frá 30 löndum. Þar af eru 13 stórmeistarar, 29 alþjóðlegir meistarar og 35 sem eru stórmeistarar kvenna. Lenka er annar tveggja fulltrúa Norðurlandanna. Hin er Pia Cramling. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8779014

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband