15.3.2018 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Mikið um óvænt úrslit í fyrstu umferðum Reykjavíkurskákmótsins
33. Reykjavíkurskákmótið tekur nafn frá aðalstyrktaraðila sínum, GAMMA, og er að þessu sinni helgað minningu Bobbys Fischers sem hefði orðið 75 ára á morgun, 9. mars. Bobby lést 17. janúar 2008, 64 ára að aldri. Á þessum rösku tíu árum sem liðin eru síðan hann lést er lífshlaup hans látlaust rifjað upp í blaða- og tímaritsgreinum, heimildarmyndum og kvikmyndum og er óhætt að fullyrða að arfleifð hans sé orðin svo stór í sniðum að hún geti eiginlega séð um sig sjálf, eins og Ronald Reagan sagði víst um fjárlagahallann í Bandaríkjunum. Guðmundur G. Þórarinsson, forseti SÍ einvígisárið 1972, mun halda fyrirlestur um „einvígi aldarinnar“ á Bryggjunni Brugghúsi nk. sunnudag, 11. mars, og hefst hann kl. 11.30. Þá mun greinarhöfundur lesa úr bók sinni „Bobby Fischer comes home“ á sama stað og sama tíma þriðjudaginn 13. mars.
Eitt meginþema Reykjavíkurskákmótsins er iðkun skákafbrigðisins Fischer random, einnig kallað Chess 960 eða slembiskák. Indverjinn Nihal Sarin reið á vaðið á mánudaginn með Fischer-random-fjöltefli í höfuðstöðvum GAMMA við Garðastræti og á morgun, 9. mars, verður haldið í Hörpu Fischer-random-hraðskákmót og má búast við að margir hinna 248 keppenda verði með.
Reykjavíkurskákmótið hefur undanfarin ár tekið á sig form skákhátíðar og fjölmargir hliðarviðburðir á borð við barna-blitz, stúlknafjöltefli Susan Polgar, pub-quiz og margt fleira viðhalda vinsældum mótsins og gera það að verkum að Reykjavík er vinsæll áfangastaður fjölmargra skákáhugamanna sem koma hingað ár eftir ár. Einn þeirra er faðir heimsmeistarans, Henriks Carlsens, sem aðeins teflir á einu móti á ári – Reykjavíkurskákmótinu!
Eftir fyrstu tvær umferðirnar var 22 skákmenn búnir að vinna báðar skákir sínar. Í þeim hópi voru Jóhann Ragnarsson, Gunnar Freyr Rúnarsson og hinn 15 ára gamli Kópavogsbúi Birkir Ísak Jóhannsson. Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Guðmundur Kjartansson, Björn Þorfinnsson og Vignir Vatnar Stefánsson voru meðal þeirra sem höfðu 1½ vinning.
Talsvert var um óvænt úrslit og í gær komust nokkrir af þeim stigahæstu í hann krappan:
Hollendingurinn Erwin L'ami, sem vann Reykjavíkurskákmótið 2015, fékk þægilega stöðu eftir byrjunina en gáði ekki að sér. Síðasti leikur svarts var 36.... g5. Nú kom:
37. Hg4?? Rc3!
Hótar hróknum og sennilega hefur L'Ami ætlað að leika 38. He1 en séð að eftir 38.... Re2+! missir hann drottninguna eða verður mát. Hann varð að gefa skiptamun og tapaði eftir 45 leiki.
Úkraínumaðurinn Pavel Eljanov hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár þótt hann hafi eitthvað lækkað á heimlistanum, þar sem hann situr í 37. sæti. Hann missti af upplögðu tækifæri í gær gegn einum fulltrúa Indverja á mótinu:
Hvítur getur unnið með 25. e7! Hf2 26. Be6! Þar sem fórnin á g2 gengur ekki upp, 26.... hxg2 27. Kxg2 Rxe3+ 28. Kg1 Dg5+ 29. Kf2 og allir reitir sem skipta máli eru valdaðir. Hann valdi hins vegar að leika 25. Bd5? og eftir 25.... Rf2 26. De5+ Hf6 27. Dh2 Dg5! var svartur sloppinn og þeir sömdu um jafntefli í 33. leik.
Þriðju umferð lauk seint í gærkvöldi en í næstu umferðum munu línur fara að skýrast. Alls verða tefldar tíu umferðir.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 8. mars 2018
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 4
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 8779010
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.