Leita í fréttum mbl.is

Icelandic Open - Skákþing Íslands - minningarmót um Hemma Gunn fer fram 1.-9. júní í Valsheimilinu

5796701680_f1b5b1636a_b

Íslandsmótið í skák 2018, fer fram í Valsheimilinu, 1.-9. júní nk. Mótið verður opið að þessu sinni og teflt í einum flokki. Rétt eins og var var 100 ára afmælismótinu árið 2013 þegar teflt var í Turninum í Borgartúni sællar minningar. Mótið ber jafnframt heitið Icelandic Open. Mótið nú verður minningarmót um Hemma Gunn, sem lést þegar mótið fór fram í Turninum. 

ervalsli_i_vs_365_5

 

Mótið nú verður jafnframt Íslandsmót kvenna og unglingameistaramót ÍslandS (u22). Efsta konan á mótinu verður Íslandsmeistari kvenna sem og yngsta ungmenni, 22 ára og yngri. Engin áskorendaflokkur fer heldur fram í ár. Segja má því Íslandsmótið opna komi í stað fjögurra móta! 

Á næstu vikum, samt mjög líklega ekki fyrr en eftir GAMMA Reykjavíkurskákmótið, verður fyrirkomulag mótsins nánar kynnt en það verður mjög líklega mjög áþekkt því sem var á afmælinumótinu 2013. Þá sigraði á Hannes Hlífar Stefánsson eftir að hafa lagt Björn Þorfinnsson að velli í úrslitaeinvígi. Björn náði sér hins vegar í stórmeistaraáfanga á mótinu.

oslandsm_t_2013_3_img_0356

Vinsamlegast bókið þessar dagsetningar og takið frá. Þetta verður eitthvað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tíu?
Nota HTML-ham

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.2.): 840
 • Sl. sólarhring: 1024
 • Sl. viku: 7760
 • Frá upphafi: 8496414

Annað

 • Innlit í dag: 466
 • Innlit sl. viku: 4371
 • Gestir í dag: 310
 • IP-tölur í dag: 290

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband