Leita í fréttum mbl.is

Sveitakeppni skóla á Suðurlandi: Vel heppnað mótshald

IMG_5066

Sveitakeppni skóla á Suðurlandi var haldin 26. jan. s.l. í Fischersetri. Alls mættu 10 sveitir til leiks. Sveitunum var skipt í yngri (1.-5. bekkur) og eldri flokk (6.-10. bekkur) og voru sex sveitir í þeim eldri og fjórar í þeim yngri.

Úrslit keppninnar urðu þau að í yngri flokknum sigraði Flóaskóli örugglega með 19 vinninga, í öðru sæti Flúðaskóli með 13 vinninga og í þriðja sæti b-sveit Vallaskóla með 9 vinninga.

Nánar á Chess-Results

IMG_5077

 

Í eldri flokknum var hörð barátta á milli efstu liðanna og réðust úrslitin ekki fyrr en íði síðustu skákm mótsins. Niðurstaðan var sú Grunnskólinn í Hveragerði sigraði með 14½ vinning, í öðru sæti a-sveit Flúðaskóla með 13½ vinning og í þriðja sæti b-sveit Flúðaskóla með 10 vinninga.  

Sjá nánar á Chess-Results.

IMG_5084

Stefán Bergsson átti veg og vanda af undirbúningi mótsins. Gunnar Björnsson sá um skákstjórn. Aldís Lárusdóttir var ómetanleg hjálparhella á skákstað. Skákþjálfarnir fá miklar þakkir fyrir sitt skákstarf og að senda lið.

Stefnt er að halda áfram með fjölga sveitum að ári. Forseti SÍ hvatti umsjónarmenn liða til að stefna á að senda sveitir á Íslandsmót grunnakólasveita og/eða barnaskólasveita í vor. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband