Leita í fréttum mbl.is

Stálin stinn mćtast á Skákhátíđ MótX

20180109_202304

Skemmtilegur andi, keppnisskap og litríkir persónuleikar settu svip sinn á 1. umferđ Skákhátíđar MótX í Skákmusterinu á Kópavogsvelli í síđustu viku. Gestamótiđ er sem fyrr í sameiginlegri umsjá Hugins og Skákdeildar Breiđabliks og hefur aldrei veriđ sterkara en í ár međ ţátttöku 24 titilhafa, ţar af 8 stórmeistara, og eru međalskákstig í A flokki 2.329. Alls eru ţátttakendur á Skákhátíđ MótX 2018 á sjöunda tug talsins.

A flokkur

Í A-flokki var stigamunur milli keppenda í fyrstu umferđ nćrri 200 stigum sem er auđvitađ uppskrift ađ miklum sviptingum. Óvćntustu úrslitin voru sigur Kristjáns Eđvarđssonar (2186) á FM Degi Ragnarssyni (2332), ţar sem Kristján náđi ađ brjótast inn á 7. reitaröđina međ ógnunum sem ekki varđ mćtt međ góđu móti. Athygli vakti ađ FM Halldór Grétar Einarsson (2236) knúđi fram jafntefli gegn stórmeistaranum Jóni L. Árnasyni međ markvissri taflmennsku, CM Bárđur Örn Birkisson (2190) og IM Ingvar Ţór Jóhannesson gerđu stutt jafntefli og Baldur Kristinsson (2185) og IM Einar Hjalti Jensson (2336) skildu jafnir eftir ađ Baldur var ţremur sćlum peđum yfir.

Sérstaka athygli vakti viđureign stigahćsta keppandans í A-flokki og hins yngsta. Ţar lenti hinn öflugi stórmeistari Hjörvar Steinn Grétarsson (2565) í kröppum dansi gegn ungstirninu Vigni Vatnari Stefánssyni (2304) en stórmeistarinn landađi loks sigrinum í miklu tímahraki.

Margir skemmtilegir skákmenn tefla á Skákhátíđinni eftir langt hlé frá kappskákmótum. Ţar má t.d. nefna FM Ásgeir Pál Ásbjörnsson (2267) sem tekur nú ţátt í sínu fyrsta kappskákmóti eftir margra áratuga hlé. Ásgeir Páll er til alls vís en ţurfti ţó ađ lúta í dúk ađ ţessu sinni gegn GM Hannesi Hlífari Stefánssyni (2523) í vandtefldri skák ţar sem ćfingaleysiđ sagđi til sín í lokin. Önnur úrslit í A-flokki voru eftir bókinni (sjá töflu hér ađ neđan).

Í annarri umferđ í A-flokki sem fram fer ţriđjudaginn 16. janúar kl. 19.30 verđa margar athygli verđar viđureignir. Á efsta borđi eigast viđ GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2565) og IM Björn Ţorfinnsson (2400). Dragist skák ţeirra á langinn má búast viđ miklum sviptingum enda tveir af snjöllustu hrađskákmönnum landsins hér á ferđ. Ekki verđur spennan minni á nćst efsta borđi ţar sem stórmeistararnir Ţröstur Ţórhallsson og Jóhann Hjartarson reyna međ sér. Ţröstur sigrađi á ţessu móti í fyrra ásamt Dađa Ómarssyni og Jóhann er einn af fremstu stórmeisturum Íslendinga ţannig ađ blikur verđa á lofti ţessari snerru. Ađrar viđureignir verđa ekki síđur spennandi: 

Hvítir hrafnar

Í flokki eldri skákkappa, Hvítum hröfnum, er fámennt en góđmennt. Í fyrstu umferđ lagđi Bragi Halldórsson (2082) Björn Halldórsson (2182). Sá síđarnefndi er nýstiginn inn á leikvanginn köflótta eftir áratuga fjarveru og er ţađ skákunnendum fagnađarefni. Björn vann mann af Braga og stefndi peđum upp í borđ á drottningarvćng en gćtti ekki ađ gagnsóknarfćrum rithöfundarins margreynda á kóngsvćng og ţví fór sem fór. Skákmeistarinn talnaglöggi og fyrrum liđsmađur hinnar knáu skáksveitar Breiđagerđisskóla, Júlíus Friđjónsson (2137), lagđi hinn öfluga meistara Jónas Ţorvaldsson (2258) eftir ađ sá síđarnefndi var sleginn skákblindu. Jónas hefur mjög lítiđ teflt síđustu ár og er ţví mikill fengur ađ fá hann inn í íslenskt skáklíf á ný. Stórmeistarinn ţjóđkunni, Friđrik Ólafsson (2365), frestađi skák sinni gegn Jóni Ţorvaldssyni (2170). Mikill heiđur er ađ ţátttöku Friđriks í mótinu en ţessi síungi kappi lćtur engan bilbug á sér finna á hvítum reitum og svörtum.

B-flokkur 

Vegna ţess hve A-flokkurinn var vel skipađur í ár var ljóst ađ margir sem ćttu undir venjulegum kringumstćđum fullt erindi ţangađ myndu ţurfa ađ tefla í B-flokki. Oft er ţađ ţannig ađ menn eru ekkert alltof spenntir fyrir slíkum vistaskipti. En eins og vitur mađur sagđi ţá er stundum betra ađ vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri. Viđ ákváđum ađ reyna ađ gera litlu tjörnina sem eftirsóknarverđasta og m.a. var ákveđiđ ađ peningaverđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin yrđu helmingur samsvarandi sćta í A-flokknum. Smám saman safnađist í tjörnina og endanleg ţátttaka varđ skemmtileg blanda af bestu ungu skákljónunum okkar, eldri og reyndari séntilmönnum og efnilegustu skákkrökkum landsins.

Aldursforsetinn er hinn geđţekki lćknir Ólafur Gísli Jónsson og ţau yngstu eru Gunnar Erik Guđmundsson og Batel Goitom Haile 10 ára. Stigahćstur er Gauti Páll Jónsson og fast á hćla hans koma skákljónin Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson og Aron Ţór Mai. Skákţjálfararnir Siguringi Sigurjónsson og Birkir Karl Sigurđsson eru líklegir til ađ blanda sér í toppbaráttuna. Međal ţátttakenda eru einnig Agnar Tómas Möller sem auk ţess ađ vera góđur skákmađur, er mikilvćgur bakhjarl fyrir skákhreyfinguna í gegnum fyrirtćkiđ Gamma, knattspyrnumanninn Kristján Halldórsson, hinn skeggmyndarlega baráttumann Kristján Örn Elíasson, bćjarfulltrúann Andra Stein Hilmarsson og síđastan en ekki sístan hljómborđsleikara Hjaltalín og son Norđurlandameistarans í skák Hjört Yngva Jóhannsson.

Úrslitin í fyrstu umferđ voru eftir bókinni enda stigamunurinn 4-500 stig. Ţó gerđi hinn efnilegi Örn Alexandersson úr Skákdeild Breiđabliks sér lítiđ fyrir og vann Ólaf Gísla og Robert Luu og Sigurđur Freyr Jónatansson náđu báđir góđum jafnteflum á móti sér stigahćrri mönnum.

Í annarri umferđ teflir Gauti Páll viđ Kristján Halldórsson á fyrsta borđi og líklegt má telja ađ skákin verđi jafnari en stigamunurinn gefur til kynna. Á öđru borđi eigast viđ ungstirnin Stephan Briem unglingameistari Breiđabliks og Aron Ţór Mai sem er sigrađi Vigni Vatnar á dögunum. Mjög áhugavert verđur ađ fylgjast međ mörgum öđrum viđureignum enda margir sem ćtla sér ađ ná góđu móti og víst er ađ spenna og leiftrandi tilţrif eru síst minni í ţessum flokki en hjá stigahćrri keppendunum.

Nánar á Skákhuganum

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 152
  • Frá upphafi: 8765366

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband