Leita í fréttum mbl.is

Hollenskur sigur á gríđarlega vönduđu minningarmóti um Steinţór

IMG_0289

Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands stóđu í sameiningu fyrir minningarmóti um Steinţór Baldursson dagana 4.-7. janúar. Mótiđ var haldiđ í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Um var ađ rćđa unglingaskákmót fyrir tuttugu ára og yngri. Mótiđ var sannarlega í samrćmi viđ hugsjónir Steinţórs enda var unga kynslóđin, grasrótin og framtíđin honum einkar hugleikin. Alls tóku 24 skákmenn ţátt í mótinu. Ţar af voru ţrettán íslenskir og ellefu erlendir skákmenn sem komu frá fjórum löndum.

IMG_0207

Mótiđ var sett 4. janúar.  Mikill fjöldi fólks var viđstaddur og mátti ţar sjá flesta helstu forsvarsmenn skákhreyfingarinnar, gamla samstarfsfélaga, vini og ekki síst fjölskyldu Steinţórs. Gunnar Björnsson, forseti Skáksamband Íslands, hélt stutta rćđu ţar sem Steinţórs var minnst og fariđ yfir alltof stuttan feril (en árangursríkan) hans í skákhreyfingunni.

IMG_0205

Móđir Steinţórs, Arndís Ármann Steinţórsdóttir, hélt einnig rćđu og sýndi međal annars viđurkenningu sem Steinţór fékk áriđ 1977 fyrir ađ gera jafntefli viđ Hort í fjöltefli í Valhúsaskóla, undirritađa af Einari S. Einarssyni, ţáverandi forseta SÍ. Ţađ fylgdi sögunni ađ viđurkenningin hefđi ávallt veriđ Steinţóri hjartfólgin og hangiđ upp á vegg í herbergi hans alla tíđ.

IMG_0206

Ađ ţessu loknu lék Felix, sonur Steinţórs, fyrsta leik mótsins, 1. d2-d4, fyrir Alexander Oliver Mai gegn stigahćsta keppenda mótsins, Hollendingnum, Thomasi Beerdsen.

Ađ lokinni setningu mótsins var gestum og gangandi bođiđ í súpu og brauđ í bođi mótshaldara. Stóđu ţar vaktina ţau Birna Halldórsdóttir og Ólafur S. Ásgrímsson međ miklum myndarskap.

IMG_0233

Thomas ţessi reyndist bestur allra og sigrađi á mótinu. Hann hlaut 6 vinninga og var taplaus. Tefldi af öryggi og vann flesta andstćđinga sína örugglega og fljótt.  Annar varđ Lettinn Aleksandrs Jazdanovs međ 5˝ vinning. Ţriđji varđ annar Hollendingur Tycho Dijkhuis (2402) međ 5 vinninga. Bárđur Örn Birkisson tók svo síđustu peningaverđlaunin en hann varđ fjórđi međ 4˝ vinning. Mun hann ćtla ađ fjárfesta í nýjum buxum fyrir ţau!

IMG_0278


Símon Ţórhallsson, Alexander Oliver Mai, Gauti Páll Jónsson, Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson hlutu 4 vinninga. 

Steinţórsmótiđ nú er fyrsta alţjóđlega unglingamótiđ sem haldiđ er á Íslandi um langt árabil. Mikil eftirspurn er eftir slíku mótshaldi og vonandi verđur framhald á ţví. Ţađ er afar mikilvćgt fyrir skákmenn framtíđarinnar ađ fá tćkifćri til ađ tefla oftar viđ erlenda skákmenn – í stađ ţess ađ tefla sífellt viđ sömu andstćđinga sí og ć. Íslensku skákmennirnir gerđu margir hverjir gott mót.

2018-01-06 16.56.37

Taflmennskan var ströng en tefldar voru tvćr skákir alla daga nema lokadaginn.  Ungum skákmönnum finnst ekkert tiltöku mál ađ tefla tvćr skákir á dag, ţótt sumir hinna eldri séu minna hrifnir af slíku álagi!

Birkir Ísak Jóhannsson hćkkađi mest íslensku skákmannanna ađ stigum (+37). Nćstir voru Bárđur (+36), Símon (+24), Óskar Víkingur Davíđsson (+17), Benedikt Briem (+17) og Alexander Oliver (+11). 

Lokahóf mótsins var svo haldiđ á sunnudeginum. Birna og Ólafur buđu upp á íslenskt lambakjöt fyrir keppendur og ađra gesti sem heldur betur sló í gegn.

Gunnar Björnsson, forseti SÍ, og Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands, afhentu verđlaun mótsins. Sigurvegari mótsins fékk í verđlaun íslenskt hraun og var dolfallinn yfir ţessum verđlaunagrip – sem honum fannst greinilega miklu merkilegri en "enn einn bikarinn".

IMG_0266

Mótshaldiđ var ţeim sem ţetta ritar ákaflega minnisstćtt. Velviljinn var svo bersýnilegur. Ţakkir fá sérstakar bćđi Landsbankinn og Kvika banki en Steinţór vann á báđum stöđum. Án stuđnings ţessara fyrirtćkja hefđi mótshaldiđ ekki veriđ mögulegt. Ađ minnsta kosti ekki jafn gríđarlega vandađ! Sérstakar ţakkir fá ţeir Hannes Frímann (Kviku) og Árni Ţór (Landsbankanum).

2018-01-06 10.47.45

Ekki vantađi vilja skákstjóra viđ ađ vinna viđ mótiđ – enda flestir gamlir félagar Steinţórs og margir minnast Tromsöf-erđlagsins međ miklum hlýhug. Róbert Lagerman, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Omar Salama, Kristján Örn Elíasson og Hörđur Jónasson stóđu öll vaktina.

2018-01-06 15.56.31

 

Auk mín skipuđu Helgi Ólafsson og Stefán Bergsson mótsstjórn. Óskar Long Einarsson og Ţorsteinn Stefánsson reyndust óţreytandi viđ alls konar reddingar og stúss. Ásdís Bragadóttir, framkvćmdastjóri Skáksambands Íslands, vann mikiđ starf og var eins og svo oft áđur manneskjan bakviđ tjöldin viđ framkvćmd mótsins.

Gríđarlega vandađ.

Gunnar Björnsson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.1.): 6
 • Sl. sólarhring: 115
 • Sl. viku: 686
 • Frá upphafi: 8664827

Annađ

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 388
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband