Leita í fréttum mbl.is

Skrykkjót byrjun heimsmeistarans í Sádi Arabíu

IMG_1383

Heimsmeistaramótið í atskák hófst í dag í Riyadh í Sádi Arabíu. Heimsmeistarinn, Magnus Carlsen, tapaði í fyrstu umferð fyrir Kínverjanum Bu Xiangzhi rétt eins og hann gerði í heimsbikarmótinu í Georgíu í haust. Heimmeistarinn hefur 3½ vinning eftir 5 umferðir og er vinningi á eftir efstu mönnum Baadur Jobava og Vladimir Fedoseev. Í kvennaflokki er kínverska skákkonan Ju Wenjun efst með fullt hús.

Umferðir 6-10 eru tefldar á morgun en alls eru tefldar 15 umferðir. Taflmennskan hefst kl. 11. Mótinu lýkur á fimmtudag. 

Aðstæður á skákstað munu vera afar góðar og hefur Chess.com eftir Vishy Anand; "I really think they have done a very spectacular event".

IMG_1412

Þátttökuleysi Ísraelmanna, sem ekki fengu vegabréfsáritun, setur hins slæman svip á mótshaldið. Skáksamband Ísrael hefur þegar sent frá sér harðort bréf til FIDE þar sem þeir mótmæla mótshaldinu og því að FIDE standi að móti þar sem ekki allir hafi þátttökurétt. Áður hafði FIDE sent frá sér óundirritaða yfirlýsingu þar sem fram hafði komið að skákmenn frá Íran og Katar fengju að taka þátt - en ekkert minnst á stöðu Ísraelsmanna. 

Yfirlýsingar FIDE og Skáksambands Ísrael fylgja með sem viðhengi. 

Nánar á Chess.com.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 126
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband