2.12.2017 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Glæsilegt mótshald Færeyinga í Rúnavík
Landskeppni Íslendinga og Færeyinga á sér meira en 40 ára sögu og ef ég man rétt hófst hún í sal skákfélags Hreyfils um miðjan áttunda áratuginn og Friðrik Ólafsson tefldi á 1. borði fyrir Íslands hönd. Sú hefð skapaðist fljótlega í sambandi við þessa keppni, sem haldin hefur verið með reglulegu millibili, að sveit Íslands hefur að uppistöðu til verið skipuð bestu skákmönnum Akureyringa og keppni þjóðanna ýmist farið fram norðan heiða eða í Færeyjum. Í ár var komið að Færeyingum að halda keppnina og hún var undanfari alþjóðlegs móts sem nú stendur yfir í Rúnavík. Tefld var tvöföld umferð en íslenska liðið sem vann 13½:8½ var skipað Einari Hjalta Jenssyni, Jóni Kristni Þorgeirssyni, Þresti Árnasyni, Áskatli Erni Kárasyni, Sigurði Daða Sigfússyni, Kristjáni Eðvarðssyni, Baldri Kristinssyni, Braga Halldórssyni, Haraldi Haraldssyni, Sigurði Eiríkssyni og Símoni Þórhallssyni. Þegar landskeppninni lauk hófst svo alþjóðlega mótið í Rúnavík skipað 59 keppendum, þar af ellefu Íslendingum. Guðmundur Kjartansson vann mótið í fyrra og eins og sakir standa er hann ½ vinningi á eftir efsta manni en í 5. umferð vann hann Hvít-Rússann Vadim Malakhatko. Á ýmsu gekk í þessari umferð; Einar Hjalti Jensson tapaði í aðeins 13 leikjum fyrir indverska undrabarninu Nihal Sarin og grátlegt var að fylgjast með Áskeli Erni missa vinningsstöðu niður í tap gegn rússneska stórmeistaranum Mikhael Ulibyn. Indverjinn Narayanan er einn efstur með 4½ vinning.
Hið vinsæla byrjunarkerfi kennt við London
Að tapa í innan við 20 leikjum er fremur sjaldgæft og þegar það hendir er það venjulega vegna yfirsjónar í byrjun tafls. Árið 1997 tapaði Kasparov lokaskák sinni í einvígi sínu við ofurtölvuna Deeper blue í aðeins 19 leikjum. Anatolí Karpov tapaði í 19 leikjum fyrir Kortsnoj í lokaeinvígi áskorendakeppninnar árið 1974 og á skákmótinu í Wijk aan Zee árið 1993 tapaði hann í aðeins 12 leikjum fyrir Larry Christiansen. Hann vann samt mótið og raunar einvígið líka. Jan Timman gekk eitt sinn svo illa á skákmóti í heimalandi sínu að spámenn ýmsir stofnuðu til veðmála um það hvort hann entist í 30 leiki í næstu skákum. Wisvanathan Anand sá þann kostinn vænstan að gefa skák sína gegn Kólumbíumanninum Zapata eftir aðeins sex leiki á skákmótinu í Biel árið 1988.
Gegn Einari Hjalta beitti Sarin byrjunakerfi sem kennt er við London. Fyrir tilverknað Magnúsar Carlsen og fleiri góðra manna hefur vegur þess aukist. Það er ekki gott að segja hvað ruglaði Einar Hjalta í ríminu í þessari skák en hann þykir frekar sterkur í byrjunum:
Rúnavík 2017; 5. umferð:
Nihal Sarin – Einar Hjalti Jensson
1. d4 Rf6 2. Bf4
Upphafsleikur byrjanakerfisins. Síðar stillir hvítur oft peðum sínum upp á c3 og e3.
2.... d5 3. e3 e6 4. Rd2 Be7 5. c3 c5 6. Bd3 0-0 7. Rgf3 b6 8. Re5 Bb7 9. Df3 Rbd7 10. Hd1 Hc8 11. Dh3 He8 12. Rdf3 g6?
Þetta er slæmur leikur en sannleikurinn er sá að það er ekki nokkur leið að finna haldgóða vörn svo skýringanna á óförunum verður að leita í uppstillingu liðsaflans á drottningarvæng.
– og svartur gafst upp, 13.... Kxf7 er svarað með 14. Rg5+ og að lokum fellur svarta drottningin.
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2017
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 25.11.2017 kl. 12:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 15
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 141
- Frá upphafi: 8779021
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 112
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.