Leita í fréttum mbl.is

Gleđin allsráđandi á hátíđ Hróksins á Grćnlandi

1

Leiđangur Hróksins lenti í dag í Nuuk, höfuđborg Grćnlands, og sló umsvifalaust upp hátíđ í Nuuk Center, verslunarmiđstöđ höfuđborgarinnar. Sirkuslistamennirnir Axel Diego og Bjarni Árnason frá Sirkus Íslands unnu hug og hjörtu barnanna, myndlistarkonan Inga María Brynjarsdóttir sá um andlitsmálningu og Hrafn Jökulsson tefldi viđ gesti og gangandi. Mörg hundruđ tóku ţátt eđa fylgdust međ hátíđahöldunum. Á morgun liggur leiđ Hróksins til Uummannaq, 600 km fyrir norđan heimskautsbaug.

4

Hrafn Jökulsson forseti Hróksins segir mikiđ tilhlökkunarefni ađ komast til Uummannaq. "Hugur okkar hefur veriđ hjá fólkinu ţarna fyrir norđan, síđan hamfarirnar urđu í sumar sem kostuđu fjóra lífiđ". Íbúar tveggja ţorpa hafa ekki enn getađ snúiđ heim og eru um 170 af ţeim í Uummannaq, en íbúar ţar voru um 1300 fyrir.

3

"Ţetta er mikilvćgasti leiđangur Hróksins síđan starf okkar hér hófst 2003," segir Hrafn. Í Uummannaq verđur sirkusskóli, skák og myndlist á efnisskránni, en skólafrí er međan á heimsókninni stendur og kveđst Hrafn búast viđ mikilli ţátttöku barna í bćnum.

"Jafnframt verđur ţetta frábćrt tćkifćri fyrir okkur til ađ hitta flóttafólkiđ frá Nuugaatsiaq og Illorsuit, sem og ađra íbúa Uummannaq."

5

Hrafn skipulagđi í sumar landssöfnunina Vinátta í verki á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, Hróksins og Kalak. Yfir 40 milljónir króna söfnuđust og hefur veriđ ákveđiđ ađ verja tćpum fjórđungi í samvinnu viđ Rauđa krossinn á Grćnlandi, einkum til húsgagnakaupa fyrir ţau sem misstu allt sitt í sumar.

",Viđ lögđum upp međ ţađ skýra markmiđ ađ ekki króna fćri í kostnađ viđ ţessa söfnun og ađ allt rynni til ţeirra sem verst urđu úti, međ sérstakri áherslu á börn og ungmenni. Ţessvegna er mikilvćgt ađ kynnast ástandinu af eigin raun og hitta fólkiđ á stađnum. Og ţađ er frábćrt ađ koma međ ţennan góđa hóp listamanna og slá upp gleđinnar hátíđ ţar sem helst er ţörf."

DSC_4448

Leiđangur Hróksins er ekki fjármagnađur međ söfnunarfé Vináttu í verki. ,"Okkur tókst ađ skipuleggja ţetta međ frábćrri hjálp og samvinnu fyrirtćkja og einstaklinga á Íslandi og Grćnlandi. Mestu varđar auđvitađ ađ vinir okkar Air Iceland Connect og Air Greenland eru ađalbakhjarlar leiđangursins, en ótal margir hafa lagt sitt af mörkum og viđ tökum mjög ţakklát viđ framlögum til leiđangursins og starfs okkar á Grćnlandi," segir Hrafn ađ lokum.

Söfnunarreikningur Hróksins: 513-26-1188

Kennitala: 620102-2880

Heimasíđa Hróksins: http://hrokurinn.is/

Facebook-síđa Hróksins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.3.): 428
 • Sl. sólarhring: 1028
 • Sl. viku: 10531
 • Frá upphafi: 8546347

Annađ

 • Innlit í dag: 280
 • Innlit sl. viku: 6040
 • Gestir í dag: 236
 • IP-tölur í dag: 226

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband