Leita í fréttum mbl.is

Fjörug fyrsta umferđ í Meistaramóti Hugins

2017-08-23-21.04.21

Ţađ var hart barist í fyrstu umferđ Meistaramóts Hugins sem hófst í gćr og ekkert gefiđ eftir ţótt stigamunur milli keppenda vćri nokkur. Nokkur óvćnt úrslit litu dagsins ljós strax í fyrstu umferđ. Hjálmar Sigurvaldason og Arnar Milutin Heiđarsson gerđu góđ jafntefli viđ stigahćrri keppendur.

2017-08-23 21.06.59

Björn Óli Hauksson vann svo Magnús Magnússon í skemmtilegri skák í sínu fyrsta móti hér á landi í meira en 30 ár. Ţá eru ađ vísu frá taldar örfáar skákir í Íslandsmóti skákfélaga. Stigin hjá Birni Óla segja ekki alla söguna ţví ţau eru ađ stofni til íslensku stigin frá ţví áđur en hćtti ađ tefla hér en skákstyrkleika sinn tók hann ekki út fyrr en á námsárunum í Danmörku ţegar hann var mjög virkur. Danirnir reiknuđu fá mót til stiga á ţessum árum og alls ekki dönsku deildakeppnina svo Björn Óli hefur engin dönsk stig, engin alţjóđleg stig og bara ţessi gömlu íslensku skákstig. Ţađ hefur svo gengiđ upp og ofan hjá honum halda skákstyrkleika í erilsömu starfi heima og erlendis.

Af öđrum viđureignum er ţađ helst ađ segja Hjörvar virtist hafa fá tromp í hendi í skákinni á móti Ţórđi Guđmundssyni en hann sá lengra en viđ hinir og var allt í einu kominn međ vinningsstöđu eins og ekkert vćri eđlilegra. Vigfús breytti sjálfur draumi skákstjórans um rólega og stutta fyrstu umferđ í hálfgerđa martröđ međ ţví ađ tefla lengstu skák umferđarinnar til ađ reyna ađ kreista vinning út úr jafnri stöđu á móti Herđi Jónassyni og ţađ tókst fyrir rest.

2. umferđ verđur tefld mánudaginn 28. ágúst og hefst kl. 19.30. Ţá mćtast m.a. Hjörvar – Vigfús, Ólafur Guđmarsson – Björn Ţorfinnsson, Vignir Vatnar – Hörđur, Hjörtur Ingvi – Sigurđur Dađi og Björgvin – Björn Óli. Svo verđur einnig áhugavert ađ fylgjast međ Tómas Ponzi kljást viđ Jón Úlfljótsson en Tómas en ţetta er einnig fyrst mót Tómasar í meira en 30 ár.

Nánar á heimasíđu Hugins.

Úrslit 1. umferđar í chess-results:

Pörun 2. umerđar í chess-results:


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 8764942

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband