Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Allt gengur á afturfótunum hjá Kasparov

GGT11LIDKNú ţegar Garrí Kasparov gengur fram á sjónarsviđiđ og hefur taflmennsku á Grand chess tour í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum, sem er ţriđja mót bikarsyrpu sem hófst í París í vor, bregđur svo viđ ađ einungis einn keppandi af ţeim tíu sem mćttir eru til leiks í St. Louis hefur teflt kappskák viđ ţennan magnađa afreksmann sem bar höfuđ og herđar yfir keppinauta sína á 20 ára tímabili. Skákferill hans fram ađ kaflaskilunum sem urđu eftir Linares-mótiđ áriđ 2005, ţegar hann hćtti keppni og sneri sér ađ rússneskum stjórnmálum, hafđi ţá veriđ nćr óslitin sigurganga.

En tíminn stendur ekki í stađ og Kasparov, sem er 54 ára gamall, var vel ljóst áđur en mótiđ hófst á ţriđjudaginn ađ ţessi kynslóđ skákmanna sem hann er ađ kljást viđ er af öđru sauđahúsi en sú sem hann kvaddi á Spáni fyrir 12 árum; foringi hinnar nýju línu, Magnús Carlsen, „skákvélarnar“ og netiđ hafa breytt landslagi skákarinnar og ţar viđ bćtist ný sálfrćđileg stađa; mótherjarnir – ađ Wisvanthan Anand undanskildum – eru ţetta 20-30 árum yngri menn. Garrí hafđi stađiđ sig vel í 10 skáka hrađskákeinvígi viđ Nigel Short fyrir nokkrum árum og í fyrra hafđi hann í fullu tré viđ ásana í ólympíuliđi Bandaríkjanna, Nakamura, So og Caruana, á hrađskákmóti sem var haldiđ á ţessum sama stađ í St. Louis. Velunnarar hans voru ţví hóflega bjartsýnir ţegar keppni hófst á ţriđjudaginn en fyrirkomulagiđ međ ţeim hćtti ađ allir tefla viđ alla ţrisvar sinnum, níu atskákir (25 10 Bronstein ) sem gefa tvo vinninga fyrir sigur og 18 hrađskákir (5 3 Bronstein) sem gefa vinning fyrir sigur.

Kasparov virtist vel undirbúinn ţegar hann settist ađ tafli í 1. umferđ gegn Sergei Karjakin, hvassbrýndur vel og lagđi Rolex-úriđ sitt til hliđar viđ skákborđiđ eins og hann gerđi í gamla daga. Eftir jafntefli í fjórum fyrstu skákunum var eins og sjálfstraustiđ ykist ţví bćđi Aronjan og Nakamura höfđu lent í vandrćđum gegn honum og nú var hann stađráđinn í ađ vinna Rússann unga Jan Nepomniachtchi í 5. umferđ. Flókin byrjun og skemmtilegar lausnir en á viđkvćmu augnabliki missti hann ţráđinn og tapađi. Ţá var eins og orkan vćri frá honum tekin og menn höfđu orđ á ţví hversu illa honum hafđi tekist ađ skipuleggja tímanotkun sína. Í 7. umferđ ţjarmađi hann ţó vel og lengi ađ Tékkanum David Navara; eftir skarpa og vel heppnađa byrjun virtist stađan ćtla ađ tefla sig sjálf. Ţá kom hik og Navara náđi ađ snúa sig út úr erfiđleikunum en Kasparov gat ekki sćtt sig viđ ađ vinningurinn vćri genginn sér úr greipum:

GGT11LIDOSt. Louis 2017:

 

Kasparov – Navara

Í ţessari stöđu er ekkert annađ en jafntefli ađ hafa: 49. Dc7+ Kxe6 50. Dc8+ Hd7 (ekki 50.... Ke5 51. Dc3+ Hd4 52. Rc6+ og vinnur) 51. De8+ He7 52. Dc8+ međ ţráskák.

En Kasparov lék 49. Rc6+?? og eftir 49.... Dxc6+! varđ hann ađ gefast upp ţar sem 50. Kxc6 strandar á 50.... Hc2+ og 50. Dxc6 er svarađ međ 50.... Hd6! og síđan rennur f-peđiđ upp í borđ. Kannski eru ţessi endalok besta dćmiđ um lánleysi Kasparovs í mótinu. Stađan fyrir lokasprettinn í gćrkvöldi var ţessi:

1. Aronjan 18˝ v. (af 27) 2. Nakamura 16˝ v. 3. Karjakin 16 v. 4. Nepomniachtchi 15 v. 5. Caruana 14˝ v. 6.-7. Le Quang Liem og Dominguez 12 v. 8.-9. Kasparov og Anand 10˝ v. 10. Navara 9˝ v.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 19. ágúst 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 241
  • Frá upphafi: 8764930

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 161
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband