Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Enn beinist athyglin ađ Wei Yi

G6411I6C4Fyrir nokkrum dögum lauk í Danzhou í Kína afar öflugu skákmóti en úrslit ţess beina athyglinni enn og aftur ađ hinum kornunga Kínverja Wei Yi sem fyrir mótiđ sat í 20. sćti heimslistans međ 2.738 elo-stig. Wei Yi hlaut 6 ˝ vinning úr níu skákum en eftir sex umferđir virtust úrslit mótsins ráđin; hann hafđi ţá hlotiđ fimm vinninga og hćgđi á ferđinni međ ţrem jafnteflum í lokaumferđunum. Lokaniđurstađan varđ ţessi: 1. Wei Yi (Kína) 6 ˝ v. (af 9 ) 2.-3. Quang Liem (Víetnam) og Ding Liren (Kína) 5 ˝ v. 4. – 6. Naiditsch (Aserbaídsjan), Hao (Kína) og Yangyi (Kína) 5 v. 7. Ivantsjúk (Úkraína) 4 ˝ v. 8. Ponomariov (Úkraína) 3 ˝ v. 9. Shanglei (Kína) 2 ˝ v. 10. Malakhov (Rússland) 2 v.

Ţađ er til marks um styrkleika ţessa móts ađ Úkraínumennirnir og Rússinn enda í neđri hluta töflunnar. Kínverjar, sem unnu opna flokk Ólympíumótsins í Tromsö í Noregi áriđ 2014, eiga marga frábćra skákmenn sem af einhverjum ástćđum hafa ekki náđ ađ ógna ţeim allra fremstu. Wei Yi hefur tvisvar mćtt Magnúsi Carlsen viđ skákborđiđ, hafđi svart í bćđi skiptin, náđi jafntefli í Wijk aan Zee í fyrra en tapađi viđureign ţeirra á sama vettvangi í ár. Hann virđist njóta sín best á heimavelli. Hann kom hingađ til lands ásamt fríđum flokki kínverskra skákmanna í ársbyrjun 2013, tók ţátt í landskeppni Íslendinga og Kínverja og tefldi síđan á Reykjavíkurskákmótinu, ţá ađeins 15 ára gamall, og fékk stađfestan stórmeistaratitil eftir frammistöđu sína ţar. Glćsilegar sóknarskákir hrifu menn ţegar ţessi ungi mađur var ađ hasla sér völl. Síđan hefur stíll hans dýpkađ en áfram situr í fyrirrúmi áherslan á frumkvćđiđ og ţessi „stefnuyfirlýsing“ kínveskra skákmanna – ađ taka slaginn óhrćddir. Í eftirfarandi skák viđ Ponomariov sem varđ heimsmeistari FIDE áriđ 2002 fá allir ţessir ţćttir notiđ sín:

Wei Yi – Ruslan Ponomariov

Katalónsk byrjun

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. O-O Rbd7 6. Dc2

Hćgt er ađ ná peđinu aftur međ 6. Da4 en reynslan hefur kennt mönnum ađ ţá fćr svartur jafnađ tafliđ án mikilla erfiđleika.

6. ... Rb6 7. a4 a5 8. Ra3 Bxa3 9. Hxa3 O-O 10. e4 e5!?

Gefur peđiđ til baka. Annar möguleiki var 10. ... Bd7.

11. Rxe5 Dd4 12. Dc3 Dxc3 13. Hxc3 Be6 14. d4 Rxa4 15. Ha3

Varkárari sálir hefđu valiđ 15. Hc2 međ hugmyndinni 15. ... b5 16. d5 Bc8 17. Be3 međ ţćgilegri stöđu.

15. ... b5 16. f4 Rb6 17. g4!?

Fórnar peđi og opnar 3. reitaröđina fyrir hrókinn.

Rxg4 18. f5 Rxe5 19. dxe5 Bd7 20. Hg3

G6411I6BQHér er áćtlunin fram komin, hvítur hótar 21. Bh6 en í krafti peđameirihluta svarts á drottningarvćng teljast horfur svarts nokkuđ góđar.

20. ... Bc6 21. Bh6 g6 22. Hg5!?

Dularfullur leikur. Ţađ virđist eina skýringin ađ hrókurinn stefni á c5 eftir e5-e6 framrás.

22. ... c3?

Alger óţarfi. Eftir 22. ... Ra4! er svartur í góđum málum.

23. bxc3 Rc4 24. fxg6 fxg6 25. Bxf8 Hxf8 26. e6!

 

G6411I6C0Áćtlunin hefur gengiđ upp, c5-reiturinn er til reiđu fyrir hrókinn.

26. ... Be8 27. Hd1 Hf6 28. Hd8 Kf8 29. Hxb5

Eftir ţetta er úrslitin ráđin og Wei Yi fatast ekki úrvinnslan.

29. ... Ke7 30. Hbb8 Bc6 31. Hdc8 Hxe6 32. Hxc7 Kd6 33. Hxh7 a4 34. Ha7 Kc5 35. e5 Bxg2 36. Kxg2 a3 37. Hc7 Hc6 38. Hxc6 Kxc6 39. Hc8 Kd5 40. e6

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 22. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8764697

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband