Leita í fréttum mbl.is

Aronian vann Carlsen

aronian-carlsen-handshake

Fjórða umferðin á Altibox Norway Chess í gær var sú langfjörugusta hingað til. Þremur skákum lauk með hreinum úrslitum - en aðeins höfðu orðið tvö hrein úrslit í fyrstu umferðunum þremur. Mesta athygli vakti frábær sigurskák Levon Aronian (2793) á heimsmeistaranum en auk þess unnu Nakamura (2785) og Giri (2771) báðir mjög góða sigra á MVL (2796) og Anand (2786). 

Nakamura er efstur með 3 vinning.a Aronin og Kramnik (2808) koma næstir með 2,5 vinninga. Carlsen er aðeins áttundi með 1,5 vinninga. Carlsen hefur oft gengið illa á Norway Chess en vann loks mótið í fyrra - í sinni fjórðu tilraun.

Eftir umferð gærdagsins hefur Carlsen nú aðeins 13 stiga forskot á Kramnik og Wesley So á lifandi stigalistanum.

Fimmta umferð fer fram í dag og hefst kl. 14. Þá mætast meðal annars: Carlsen-Giri og Kramnik-Nakamura. 

Ítarlega umfjöllun um gærdaginn má finna á Chess.com.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8779032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband