Leita í fréttum mbl.is

Dagskrá dagsins: Fimmta umferð, úrslit Barna Blitz og Pub Quiz - Hannes teflir við Jobava

Hannes

Í gær og dag eru stærstu dagar á skákhátíðinni Reykjavíkurskákmótinu. Í gær fór fram fjölmennt hraðskákmót og tveir fyrilestar fyrir utan fjórðu umferð. Mikil stemming var í Hörpu og var skákskýringasalurinn þétt setinn í gær. Búast má við enn betri aðsókn um helgina. 

_DSC2071

Í dag verður afar mikið um vera. Úrslit Barna Bltiz hefjast núna kl. 11:00. þar tefla átta íslenskir skákmenn til úrslita. Það eru: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Róbert Luu, Ísak Orri Karlsson, Balthazar Máni Wedholm Gunnarsson, Kristján Dagur Jónsson, Arnór Gunnlaugsson og Benedikt Þórisson keppea eftir úsláttarfyrirkomulagi Krakkarnir tóku þátt í undankeppnum sem haldnar voru í TR, Hugin, Víkingaklúbbnum og Fjölni. Mótið stendur til u.þ.. 12:30 og eru áhorfendur velkomnir.

_DSC2014

Umferð dagsins hefst kl. 15.  Hannes Hlífar Stefánsson (2566) fær krefjandi verkefni en hann teflir við georgíska ofurstórmeistarann Baadur Jobava (2712), Jóhann Hjartarson (2536) mætir Vigni Vagnari Stefánssyni (2341), Halldór Grétar Einarsson (2257) teflir við indverska undrabarnið Nihal Sarin (2424). 

RÚV fjallaði um indversku undradrengina í gær. Þá frétt má nálgast hér.

Clipboard01

 

Skákskýringar Ingvars Þórs Jóhaannessar hefjast kl. 17.

Pub Quiz sem eru iðulega væusælasti sérviðburður mótsins fer fram Hótel Plaza í kvöld og hefst kl. 21:30. Nánar um vibðurinn hér.

Beinar útsendingar á vefnum hefjast kl. 15. Þær eru í umsjón Simon Williams og Fionu Steil-Antoni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8779020

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband