Leita í fréttum mbl.is

Óskar Víkingur sigrađi á páskaeggjamóti Hugins

20170410_192602

Páskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram í 25 sinn síđastliđinn mánudag 10.apríl. Keppendur voru 49 sem gerir mótiđ eitt af ţeim best sóttu. Ađ ţessu sinni var umhugsunartíminn 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik í stađ 7 mínútna umhugsunartíma eins og veriđ hefur hingađ til en umferđirnar voru sjö eins og áđur.

Ţađ var djús og vatn fyrir keppendur en heitt á könnunni fyrir foreldra og var glatt á hjalla allan tímann, Eins og og oft áđur fengust afgerandi úrslit ţví í ţetta sinn sigrađi Óskar Víkingur Davíđsson örugglega á mótinu međ ţví ađ vinna alla sjö andstćđinga sína nokkuđ örugglega. Ţótt Óskar hafi áđur unniđ til verđlauna á mótinu er ţetta hans fyrsti sigur og aldrei ađ vita nema ţeir verđi fleiri síđar. Ţađ var jöfn barátta um nćstu sćti og ţar gerđu margir tilkall til verđlauna en ţegar upp var stađiđ var Gunnar Erik Guđmundsson einn í öđru sćti međ 6v. Hann tefldi vel á mótinu og tapađi ađeins fyrir Óskari. Ţar sem Gunnar Erik var sá eini ţeirra sem var međ 5v fyrir lokaumferđina, sem náđi sér í vinning í síđustu umferđinni voru margir jafnir međ 5v í lokin eđa samtals 10 skákmenn. Af ţeim var Magnús Hjaltason efstur á stigum og hlaut hann ţriđja sćtiđ. 

Veitt voru verđlaun í fjórum flokkum. Ţremur aldursflokkum. Ţrír efstu keppendur komu úr flokki ţeirra sem fćddir voru 2005 – 2008 en ţađ voru eins og fram hefur komiđ Óskar Víkingur Davíđsson, Gunnar Erik Guđmundsson og Magnús Hjaltason. Í elsta aldursflokkum ţeirra sem fćdd voru 2001-2004 voru efst  ţau Karl Anderson Claesson, Rakel Tinna Gunnarsdóttir og Steindór Sólon Arnarson.

Í flokki ţeirra sem fćdd voru 2009 og síđar hlutu verđlaun ţeir Einar Dagur Brynjarsson, Egill Breki Pálsson og Gunnar Freyr Valsson.

20170410_192705

Stúlknaverđlaun fengu Iđunn Helgadóttir, Batel Goitom Haile og Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir. Ţćr tefldu á efstu borđum allt mótiđ og stóđu sig mjög vel og gáfu strákunum ekkert eftir.

Auk ţess fékk efsti keppandi í hverjum aldursflokki páskaegg í verđlaun. Ef sá efsti hafđi unniđ páskaegg í ađalverđlaun fékk sá nćsti í aldursflokknum páskaeggiđ.

Í lokin voru sjö páskaegg dregin út og duttu ţar í lukkupottinn ţau Árni Ólafsson, Kiril Alexander Igorson, Alfređ Dossing, Arnór Gunnlaugsson, Adam Omarsson, Víkingur Eldon Arnarson og Bergţór Helga Gunnarsdóttir. Ţau sem ekki hlutu verđlaun á mótinu voru svo leyst út međ páskaeggi nr. 3 ţannig ađ allir fóru ánćgđir heim. Mótsstjórar voru Alec Elías Sigurđarson, Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon.

Eftirtaldir hlutu verđlaun á páskaeggjamótinu:

Flokkur 2001-2004:

  1. Karl Anderson Claesson, 4v
  2. Rakel Tinna Gunnarsdóttir, 3,5v
  3. Steindór Sólon Arnarson, 3v

Flokkur 2005-2008:

  1. Óskar Víkingur Davíđsson, 7v
  2. Gunnar Erik Guđmundsson, 6v
  3. Magnús Hjaltason, 5v

Flokkur 2009 og yngri

  1. Einar Dagur Brynjarsson, 4v
  2. Egill Breki Pálsson, 4v
  3. Gunnar Freyr Valsson, 4v

Stúlkur:

  1. Iđunn Helgadóttir, 5v
  2. Batel Goitom Haile, 5v
  3. Ylfa Ýr Welding Hákonardótttir, 4v

Árgangaverđlaun:

  • Árgangur 2011:  Jósef Omarsson
  • Árgangur 2010:  Leon Bjartur Sólar Arngrímsson
  • Árgangur 2009:  Bjartur Ţórisson (Einar Dagur Brynjarsson)
  • Árgangur 2008:  Soffía Arndís Berndsen
  • Árgangur 2007:  Rayan Sharifa (Gunnar Erik Guđmundsson)
  • Árgangur 2006:  Stefán Orri Davíđsson
  • Árgangur 2005:  Anton Breki Óskarsson (Óskar Víkingur Davíđsson)
  • Árgangur 2004:  (Steindór Sólon Arnarson)
  • Árgangur 2003:  Tinna Chloé Kjartansdóttir (Rakel Tinna Gunnarsdóttir)
  • Árgangur 2002:  Sigurđur Arnar Garđarsson
  • Árgangur 2001:  (Karl Anderson Claesson) 

Gert verđur hlé á barna- og unglingaćfingum fram yfir páskahátíđina. Nćsta ćfing verđur mánudaginn 24. apríl og hefst kl. 17.15. Ćfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengiđ er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á ţriđju hćđ.

Nánar á heimasíđu Hugins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 8765199

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband