Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Stefnir í ţátttökumet á Reykjavíkurskákmóti

Jóhann Hjartarson verđur međal keppenda á Reykjavíkurskákmótinu sem hefst í Hörpu ţann 19. apríl nk. Jóhann tefldi síđasta Reykjavíkurskákmótiđ áriđ 1996 og hann hefur tvívegis veriđ í hópi sigurvegara ţess, árin 1984 og 1992. Ţá verđur Hannes Hlífar Stefánsson einnig međ en búast má viđ ţví ađ ţeim fjölgi, bestu íslensku skákmönnunum, eftir ţví sem líđur nćr móti. Undanfarin ár hafa Reykjavíkurskákmótin veriđ haldin í byrjun mars en ákveđnir erfiđleikar vegna pantana urđu til ţess ađ ţađ var fćrt fram í apríl. Ţađ skapar ađ vísu ákveđinn vanda hjá framhaldsskólanemendum sem eru í óđa önn ađ undirbúa sig fyrir vorpróf.

Alls eru 277 keppendur skráđir til leiks og gćti mótiđ hćglega orđiđ ţađ fjölmennasta frá upphafi. Reykjavíkurmótiđ hefur unniđ sér sess sem eitt skemmtilegasta og sterkasta opna skákmótiđ í skákheiminum í dag og ţegar hafa nokkrir ţekktir kappar bođađ komu sína. Stighćstir eru Hollendingurinn Anish Giri, Rússinn Dmitry Andreikin og Georgíumađurinn Baadur Jobava sem eru allir yfir 2700 elo stigum. Ţá má nefna skákmenn á borđ viđ Alexei Shirov, Gata Kamsky, Gawain Jones og Filippseyinginn Eugenio Torre. 

Athyglin beinist ađ Praggnanandaah

GSK112C9CFjölmargir indverskir skákmenn munu verđa međ á Reykjavikurmótinu ađ ţessu sinni og sumir koma ár eftir ár eins og t.d. skákdrottningin Tania Sadchev. En í ár mun athyglin sennilega beinast ađ Ramesh Praggnanandaah sem er ađeins 11 ára gamall og orđinn alţjóđlegur meistari. Hann vekur athygli hvar sem hann teflir. Sl. haust tefldi hann á sterku alţjóđlegu móti á eyjunni Mön ţar sem hann vann ţekktan meistara í ađeins 18 leikjum međ svörtu. Skákina tefldi hann geysilega vel en stenst ţó vart samanburđ viđ skák sem Bobby Fischer tefldi viđ Donald Byrne 13 ára:

 

Axel Bachman – Ramesh Praggnanandaah

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Bf4 g6 3. Rc3 d5 4. Dd2 Bg7 5. Bh6

Ţetta virkar hálf frumstćtt en svona gerast nú kaupin á eyrinni í dag.

5. ... O-O 6. Bxg7 Kxg7 7. O-O-O c5 8. e3 Rc6 9. f3 c4 10. e4 b5!

Svarar sókn á miđborđi međ kröftugum hćtti. Hvítur hćttir ekki á ađ opna b-línuna.

11. exd5 Rb4 12. Rxb5 Rxa2+! 13. Kb1 Dxd5

Í fljótu bragđi virđist hvítur geta leikiđ 14. Rc7 en eftir 14. ... Db7! 15. Rxa8 kemur 15. ... c3! og vinnur.

14. Ra3 c3! 15. bxc3 Hb8+ 16. Ka1 Da5 17. Kxa2 Rd5 18. Re2 Be6!

GRK112C9L– og ţar sem engin vörn finnst gegn riddaraskák á c3 gafst Bachmann upp, t.d. 19. c4 Rb4+ 20. Kb2 Rd3+ 21. Ka2 Hb2+ og mátar.

 

Keppni í landsliđsflokki hefst 9. maí

Ákveđiđ hefur veriđ ađ keppni í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands fari fram í Hafnarfirđi dagana 9. – 20. maí og verđa keppendur tíu talsins, en ekki 12 eins og venja er. Jóhann Hjartarson hyggst ekki verja titil sinn en keppendalistinn lítur ţannig út: 1. Héđinn Steingrímsson 2. Hannes Hlífar Stefánsson 3. Guđmundur Kjartansson 4. Ţröstur Ţórhallsson 5. Björn Ţorfinnsson 6. Vignir Vatnar Stefánsson 7. Sigurbjörn Björnsson 8. Bárđur Örn Birkisson og síđan er keppt um tvö sćti ađ auki í Áskorendaflokki Skákţings Íslands sem hefst ţann 1. apríl nk.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 25. mars 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765550

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband