Leita í fréttum mbl.is

Skákmót öđlinga hafiđ

20170222_194703-620x330

Vel skipađ Öđlingamót hófst síđastliđiđ miđvikudagskvöld en mótiđ er hiđ fjölmennasta síđan 2011. Alls eru ţátttakendur 36 talsins og skipar enginn annar en Fide-meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson (2377) toppsćtiđ í stigaröđ keppenda. Nćst Ingvari kemur skákdrottningin og stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova (2210), og ţá koma fjórir skákmenn sem allir hafa meira en 2100 Elo-stig, ţeirra stigahćstur Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2188). Ţess má til gamans geta ađ Ţorvarđur, eđa Varđi eins og menn ţekkja hann, hefur tekiđ ţátt í öllum Öđlingamótunum síđan hann varđ gjaldgengur í ţau fyrir fimm árum.

Alls verđa tefldar sjö umferđir og er mótiđ ađ ţessu sinni aukinheldur Íslandsmót skákmanna 50 ára og eldri. Ţví tengdu er vert ađ nefna ađ hinn ţaulreyndi Gunnar K. Gunnarsson (2115) er á međal ţátttakenda. Gunnar, sem hefur Íslandsmeistaratitil í farteskinu, er á 84. aldursári og mun vafalítiđ gera harđa atlögu ađ fyrrnefndum titli 50 ára og eldri. Gunnar er ekki eini keppandinn sem er á nírćđisaldri ţví kollegi hans, Guđmundur Aronsson (1639), er fćddur á ţví herrans ári 1936. Ţađ er virkilega ánćgjulegt ađ sjá ţessa höfđingja á međal ţátttakenda og enn og aftur kemur í ljós ađ skáklistina er hćgt ađ stunda langt frameftir aldri.

Í fyrstu umferđ sem fór fram téđ miđvikudagskvöld litu strax dagsins (kvöldsins?) ljós athyglisverđ úrslit. Á efsta borđi gerđi Kristján Halldórsson (1909) sér lítiđ fyrir og landađi jafntefli gegn Lenku og ţá lagđi Kjartan Ingvarsson (1817) Hrafn Loftsson (2166) međ svörtu mönnunum. Óskar Long Einarsson (1671) byrjađi sömuleiđis vel međ sigri á Haraldi Baldurssyni (1983) en öđrum viđureignum lauk međ sigri ţess stigahćrri.

Önnur umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst klukkan 19.30. Ţá mćtast á efstu borđum Ingi Tandri Traustason (1926) og Ţorvarđur, Björgvin Víglundsson (2185) og Kristinn Jón Sćvaldsson (1934), sem og Gunnar og Sverrir Unnarsson (1925). Áhorfendur eru hvattir til ađ mćta – ávallt heitt á könnunni. Úrslit, myndir og skákirnar úr mótinu má finna á heimasíđu TR  en ţađ er Dađi Ómarsson sem sér um innslátt skáka.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8765197

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband