Leita í fréttum mbl.is

Skákþáttur Morgunblaðsins: Stóra viðureign Ólympíumótsins fer fram í dag

P1040621Íslendingar töpuðu 1:3 fyrir Grikkjum í 7. umferð opna flokks Ólympíuskákmótsins í gær. Þetta var einfaldlega ekki góður dagur hjá okkar mönnum, baráttan samt á engu undanhaldi en eftir langar og strangar viðureignir máttu Bragi og Hannes Hlífar játa sig sigraða. Jóhann Hjartarson var látinn hvíla í þriðja sinn og reyndist það ekki góð ákvörðun. En þrátt fyrir allt eru horfur fyrir lokasprettinn góðar. Íslendingar tefla við Slóvaka í dag og við erum með tvo menn í hörkuformi; Hjörvar Steinn Grétarsson hefur teflt í öllum sjö umferðunum og hlotið sex vinninga þó hann hafi haft svart fimm sinnum. Hann er ofarlega meðal þeirra sem berjast um borðaverðlaun; árangur sem reiknast upp á 2736 elo-stig. Bragi Þorfinnsson hefur hlotið 4 ½ v. af sex mögulegum. 

Bandaríkjamenn efstir – tefla við Rússa í dag

Indverjar, sem tefla án Anands, náðu forystu í opna flokknum með því að vinna sex fyrstu viðureignir sínar. Í gær töpuðu þeir hinsvegar fyrir Bandaríkjamönnum, ½: 3 ½, sem náðu toppsætinu. Í dag fer fram hin stóra viðureign þessa Ólympíumóts milli Rússa og Bandaríkjamanna. En staðan á toppnum er þessi: 

1. Bandaríkin 13 stig 2. – 7. Rússland, Indland, Úkraína, Lettland, Georgía og England 12 stig.

Í kvennaflokknum eru Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Aserar og Hollendingar í forystu með 12 stig hver þjóð.

Kvennalið Íslands tapaði í gær fyrir Spáni, ½ : 3 ½. Sveitin er nú um mitt mót og teflir við Marokkó í dag. Sveitin er skipuð reynslumiklum skákkonum annarsvegar og nýliðunum Hrund Hauksdóttur og Veroniku Steinunni Magnúsdóttur hinsvegar. Reynsla á þessum vettvangi skiptir vitaskuld máli eins og kom fram í skák Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur í sigrinum á Englendingum. Handbragð hennar í miðtaflinu var með miklum ágætum:

Ól 2016; 4. umferð:

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – Sarah Longson

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 a6 6. Bb3 Ba7 7. Rbd2 O-O 8. O-O d6 9. h3 Re7 10. He1 Rg6 11. Rf1 h6 12. Be3 Bxe3 13. fxe3 d5 14. exd5 Rxd5 15. Rg3 Be6 16. d4 exd4 17. Rxd4 Dg5 18. Re4 De5 19. Rxe6 fxe6 20. Dd4 b6 21. Had1 Had8 22. Hf1 Hfe8 23. Hf3 c5 24. Dxe5 Rxe5 25. Hg3 c4 26. Ba4 Hf8 27. Hd4 Re7 28. Rd6 b5 29. Bc2 Hd7 30. a4 R7c6 31. Re4 Rxd4 32. exd4 Rc6 

GME106NNPByrjun þessarar skákar fór eftir hefðbundnum leiðum og Hallgerður sá þann kost vænstan að láta skiptamun af hendi. Hún er með nokkrar bætur fyrir og nýtir færi sín vel.

33. Rc5 He7 34. Be4 Rd8 35. a5 Hf4 36. Bf3 Ha7 37. Bg4 Kf7 38. Bh5+ Kf8 39. He3 He7 40. Rxa6 Rb7

Kannski ætlaði sú enska að leika 40. ... Ha7 en eftir 41. Rc5 Hxa5 kemur 42. Hxe6! o.s.frv.

41. Bg4 e5 42. dxe5 Rxa5 43. Rc5 Kg8 44. e6!

E-peðið tekur á rás. Það er líka heilmikið jafnvægi í liðsskipan hvíts.

44. ... Hf8 45. Rd7 Hc8 46. Re5 Rc6 47. Rg6 Hee8 48. e7! Hb8?

Tapleikurinn. Hún varð að leika 48. ... Hc7 þó hvítur hafi jafntefli í hendi sér og sennilega eitthvað meira.

49. Bd7

Nákvæmara var 49. Be6+ Kh7 50. Bf7 því að svartur getur nú leikið 49. ... Kf7.

49. ... Ra5 50. Bxe8 Hxe8 51. Hf3! Kh7 52. Hf8 Kxg6 53. Hxe8 Kf7 54. Ha8

- og svartur gafst upp.

Umferðin í dag hefst hefst kl. 11 að íslenskum tíma. Gott er að fylgjast með á chess24 og Chessbomb.com.

– og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 10. september 2016

Skákþættir Morgunblaðsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 8779017

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband