23.8.2016 | 20:33
Taflfélag Garðabæjar lagði Breiðablik í bráðabana
Taflfélag Garðabæjar fór í heimsókn í stúkuna í kópavogi þar sem félagið fékk fínar móttökur. Nú skyldi tekið þátt í 16 liða úrslitum í Hraðskákkeppni Taflfélaga
Nokkuð vantaði í lið TG en samt voru mættir þar 2 A liðs menn auk kjarninn úr B liði félagsins og mættum þar mjög ungu liði Breiðabliks sem var svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin.
Fyrirliði Blikana fór Birkir Karl Sigurðsson þjálfari sem gerði sér lítið fyrir og vann 11 af 12 skákum og fór fremur illa með okkar menn. Strákarnir sem hann þjálfar eru ekki orðnir neinir aukvisar og ótrúlegir hlutir hafa gerst í unglingastarfi Blika með stráka sem varla kunnu meira en mannganginn fyrir 2-3 árum síðan eru orðnir vel þéttir skákmenn. Stephan Briem var þar fremstur með 7,5 vinning og Sverrir Hákonarson var með 6 vinninga.
Páll Andrason og Jón Magnússon voru bestir gestanna með 10 vinninga
Meðalstigin voru samt duglega okkar megin (1684/1770 gegn 1462) og ljóst að við megum æfa okkur meira.
TG var yfir frá fyrstu umferð og fram í 10 umferð með mjög litlum mun ca. 1-3 vinningar (1 vinningur í hálfleik 17,5 – 18,5 þegar TG styrkti lið sitt) en komst í 4 vinninga forustu fyrir síðustu umferð en hún hvarf í þeirri síðustu þegar Blikar unnu 5-1 stórsigur og tryggðu sér bráðabana.
Bráðabanann vann svo TG 4-2 og eru því komnir áfram í 8 liða úrslit og mæta Taflfélag Reykjavíkur þar.
Páll Sigurðsson
liðsstjóri TG.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 22
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 146
- Frá upphafi: 8779006
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.