Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Wesley So vann stórmótiđ í St. Louis

so_2016_sinquefield_cup
 
Filippseyingurinn Wesley So sem mun tefla fyrir Bandaríkin á Ólympíumótinu í Baku í Aserbaídsjan sem hefst 1. september nk. varđ einn efstur á stórmótinu í St. Louis sem lauk um síđustu helgi. Mótshaldararnir, bandaríski auđmađurinn Rex Sinquefield og kona hans, hafa byggt upp magnađ skákstarf í St. Louis međ sýningarhöll og safni ţar sem t.d. má finna taflmennina sem notađir voru í hinni frćgu 3. einvígisskák Fischers og Spasskís frá 1972. Ţarna er einnig afbragđs kennsluađstađa og reglulega sćkja stađinn margir af bestu skákmönnum heims. Kasparov var međal gesta um síđustu helgi en hann tók ţarna ţátt í frćgu hrađskákmóti í vor ţar sem hann varđ ađ láta minni pokann fyrir Filippseyingnum í fimm hrađskákum. Ţetta er stćrsti sigur Wesley So á skákferlinum:

1. So 5 ˝ v. (af 9) 2. –5. Anand, Aronjan, Topalov og Caruana 5 v. 6.-7. Nakamura og Vachier-Lagrave 4 ˝ v. 8. Liren Ding 4 v. 9. Svidler 3 ˝ v. 10. Giri 3 v.

Mótstaflan ber međ sér ađ allt var opiđ hvađ varđađi efsta sćtiđ fram á lokadag. Ţá gat Topalov komist upp viđ hliđ So en missti niđur unniđ hrósendatafl í jafntefli í skák sinni viđ Aronjan. Hinn tćplega fimmtugi fyrrverandi heimsmeistari Wisvanthan Anand var öryggiđ uppmálađ og var einnig nálćgt ţví ađ ná efsta sćti.

Hollendingar hafa um nokkurt skeiđ bundiđ miklar vonir viđ hinn unga Anish Giri en hann virđist vera algjörlega „vatnslaus“ um ţessar mundir. Á ţremur stórmótum á ţessu ári hefur honum ekki tekist ađ vinna eina einustu skák.

Bandaríkjamenn hljóta ađ vćnta mikils af ólympíuliđi sínu og ađ ţví takist ađ vinna gulliđ í Baku međ Nakamura, Caruana og So innanborđs. En ţó ađ „járntjaldiđ“ sé falliđ hefur reynst erfitt ađ sćkja sigur í Austurveg og geta ýmsir ţćttir eins og heppni hreinlega ráđiđ úrslitum. Ólympíumótiđ fer fram í Kristalhöllinni í Baku – á sama stađ og Eurovision-söngkeppnin áriđ 2012.

En Nakamura er beittur ţess dagana:

Sinquefield cup 2016; 9. umferđ:

Hikaru Nakamura – Liren Ding

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 h6 6. Bh4 dxc4 7. e4 g5 8. Bg3 b5 9. Be2 Bb7 10. h4 g4 11. Re5 Rbd7 12. Rxd7 Dxd7 13. Be5 De7 14. b3 cxb3 15. axb3 a6 16. Dc1!?

Allt saman sést áđur fram ađ ţessum leik sem er nýr af nálinni.

16. ... Hg8 17. O-O Rh5 18. d5!?

Rćđst strax til atlögu. Ein einföld hugmynd er 18. ... cxd5 19. Rxb5! o.s.frv.

18. ... Dxh4?

Ţetta hefđi hann betur látiđ ógert, 18. ... f6 eđa 18. ... exd5 var betra.

19. g3 Dg5? 20. dxc6! Dxe5

Eđa 20. ... Dxc1 21. cxb7! og vinnur.

21. cxb7 Hb8

G70103HBN
22. Rd5!

Drottningin ryđst inn eftir c-línunni og svartur er varnarlaus.

22. ... exd5 23. Dc8+ Ke7 24. Hxa6 Rxg3 25. Bxb5 Re2+ 26. Bxe2 f6 27. He6+! Dxe6 28. Dxb8

- og Liren Ding gafst upp. 

 

 

 

Lenka Íslandsmeistari kvenna í áttunda sinn

 

Íslandsmót kvenna

Lenka Ptacnikova varđ Íslandsmeistari kvenna um síđustu helgi en hún vann ţá Veroniku Steinunni Magnúsdóttur í lokaumferđ mótsins og vann mótiđ međ fullu húsi. Ţetta er í áttunda sinn sem hún verđur Íslandsmeistari í skák. Lokaniđurstađan varđ ţessi: 1. Lenka Ptacnikova 5 v. (af 5) 2. – 3. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Guđlaug Ţorsteinsdóttir 3 v. 4. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2 v. 5. Hrund Hauksdóttir 1 ˝ v. 6. Tinna Kristín Finnbogadóttir ˝

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 20. ágúst 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband