Ef velja ætti fimm skákmenn úr skáksögunni sem á sinni tíð höfðu algera yfirburði yfir samtíðarmenn sína koma margir til greina en ég hygg að óhætt sé að setja Magnús Carlsen á þann lista, slíkir eru yfirburðir hans um þessar mundir. Garrí Kasparov er þarna vitaskuld líka; á 20 ára ára tímabili, 1985-2005, trónaði hann einn á toppi elo-listans. Síðan koma José Raul Capablanca, Bobby Fischer og Anatolí Karpov. Aðra kandídata má telja Emanuel Lasker sem var yfirburðamaður í byrjun 20. aldar, Alexander Aljekín á árunum í kringum 1930 og Mikhail Tal eftir einvígið við Botvinnik árið 1960.
Það vakti athygli á dögunum á mótinu í Bilbao á Spáni að Magnús Carlsen tapaði í fyrstu umferð fyrir Nakamura. Norðmaðurinn hefur unnið fjögur síðustu mót sem hann hefur tekið þátt í og vaknaði sú spurning hvort efsta sætið í móti, þar sem þrjú stig eru gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli væri í hættu. Hann svaraði fyrir sig með því að vinna næstu þrjár skákir og var nálægt því að leggja Giri, sem hann hefur aldrei unnið í kappskák, með svörtu í fimmtu umferð. Eftir fyrri umferð mótsins blasti sú staðreynd við að hrein úrslit höfðu aðeins fengist í skákum Magnúsar; öllum öðrum viðureignum hafði lokið með jafntefli og staðan þessi:
1. Carlsen 10 stig – 3 ½ v. af 5. 2. Nakamura 7 stig – 3 v. 3. Giri 5 stig – 2 ½ v. 4.- 6. Karjakin, Wei og So 4 stig – 2 v.
Viðureignar Magnúsar við áskorandann Sergei Karjakin í þriðju umferð var beðið með mikilli eftirvæntingu og Magnús brást ekki aðdáendum sinum og vann glæsilega. Fátt sem bendir til annars en að hann verji heimsmeistaratitilinn í New York í haust.
Í skákinni sem hér fer á eftir grípur Karjakin hvað eftir annað í tómt þegar hann er að reyna að skapa sér færi á drottningarvæng. Fyrirvaralaust stendur hann frammi fyrir miklum ógnunum á kóngsvæng, sem Carlsen hefur undirbúið af slægð. Vinningsleikurinn byggist á banvænni leppun.
Bilabo 2016; 3. umferð:
Magnús Carlsen – Sergei Karjakin
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Be2 g6 5. O-O Bg7 6. Bb5+!?
Sérkennilegt „tempótap“ sem gefist hefur furðu vel.
6....Rc6 7. d4 Db6 8. Ba4 cxd4 9. cxd4 O-O 10. d5 Rb8 11. Rc3 Bg4 12. h3 Bxf3 13. Dxf3 Rbd7 14. Hb1 Hfc8 15. Bc2 Re5 16. De2 Rfd7 17. Bg5 h6 18. Bh4 g5 19. Bg3 Da6 20. Dd1 Hc4 21. Kh1 Hac8 22. f4 gxf4 23. Bxf4 Db6 24. Dh5 Rf6 25. Df5!
Þarna setur drottningin óþægilega pressu á kóngsstöðu svarts.
25....Dd8 26. Bb3 Hd4 27. Bxe5 dxe5 28. Hbd1 Dd7 29. Df3!
Hafnar öllum óskum um uppskipti og viðheldur hótuninni 30. Hxd4 exd4 31. e5 o.s.frv.
29....Hb4 30. Hd2 Hf8 31. g4!
Peð eru líka sóknarmenn!
31....a5 32. Hg2 Rh7 33. h4 Hb6 34. g5 Kh8 35. Hfg1 f5?
Gerir illt verra. Eina vörnin var fólgin í 35....Hg6.
Banvæn leppun.
36....Hb4 37. gxh6 Bxh6 38. Dg3!
Hótar 39. Dg8+! og mátar.
38....Rf6 39. Dg6 Rg4 40. Hxg4
- og Karjakin gafst upp.
Í Þýskalandi dró til tíðinda þegar Vachier-Lagrave vann hið árlega skákmót í Dortmund með yfirburðum, hlaut 5 ½ vinning af sjö mögulegum og varð 1 ½ vinningi fyrir ofan næstu menn, Kramnik, Caruana og Dominguez. Úrslitin þýða að þessi hógværi franski stórmeistari er nú kominn í 2. sæti heimslistans með 2811 elo-stig.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 23. júlí 2016
| Magnus Carlsen - Sergey Karjakin (PGN) 1. e4 c5 2. Nf3 d6 3. c3 Nf6 4. Be2 g6 5. O-O Bg7 6. Bb5+ Nc6 7. d4 Qb6 8. Ba4 cxd4 9. cxd4 O-O 10. d5 Nb8 11. Nc3 Bg4 12. h3 Bxf3 13. Qxf3 Nbd7 14. Rb1 Rfc8 15. Bc2 Ne5 16. Qe2 Nfd7 17. Bg5 h6 18. Bh4 g5 19. Bg3 Qa6 20. Qd1 Rc4 21. Kh1 Rac8 22. f4 gxf4 23. Bxf4 Qb6 24. Qh5 Nf6 25. Qf5 Qd8 26. Bb3 Rd4 27. Bxe5 dxe5 28. Rbd1 Qd7 29. Qf3 Rb4 30. Rd2 Rf8 31. g4 a5 32. Rg2 Nh7 33. h4 Rb6 34. g5 Kh8 35. Rfg1 f5 36. Qh3 Rb4 37. gxh6 Bxh6 38. Qg3 Nf6 39. Qg6 Ng4 40. Rxg4 1-0 |
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt s.d. kl. 20:15 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 12
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 8779018
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 110
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.