Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmeistarinn knésettur

salurinn 4 umferđ

Ţó svo blíđskaparveđur vćri á Seltjarnarnesi er 4.umferđ Landsliđsflokks var tefld ţá var engin lognmolla í skáksal Tónlistarskóla bćjarins. Mćlitćki sýndu mikla sviptivinda í kringum tímamörkin og áttu áhorfendur í stökustu vandrćđum međ ađ fylgjast međ öllu ţví sem fram fór á borđunum sex. Reyndist ţessi fjórđi keppnisdagur sá tíđindamesti til ţessa.

Guđmundur Gíslason (2280) sló tóninn strax í öđrum leik er hann svarađi Sikileyjarvörn Íslandsmeistarans, Héđins Steingrímssonar (2574), međ ţví ađ fćra hvítreitabiskup sinn á einar tvo (1.e4 c5 2.Be2). Fór ţá kliđur um áhorfendur sem ţurftu ađ ráđa ráđum sínum til ađ vera ţess fullvissir ađ ţessi leikur vćri samkvćmt reglum manngangsins. Ţetta óvćnta útspil Guđmundar hreyfđi ekki ađeins viđ áhorfendum, heldur virtist ţađ setja Héđinn eilítiđ út af laginu. Guđmundur fékk fljótlega mun betra tafl og saumađi hraustlega ađ Íslandsmeistaranum. Héđinn varđist og lagđi ţrautir fyrir Guđmund, og eygđi um leiđ von um ađ bjarga taflinu. Guđmundur var hins vegar vandanum vaxinn og vann sína fyrstu skák í mótinu. Um leiđ hjó hann skarđ í titilvörn Íslandsmeistarans sem ţarf nú ađ smyrja meistaravélina á nýjan leik.

gudmundur hedinn lit

Jóhann Hjartarson (2547) stýrđi hvítu mönnunum gegn Braga Ţorfinnssyni (2426) og mátti greina á fasi stórmeistarans ađ hann ćtlađi sér sigur. Bragi lét sér ţó fátt um finnast og fann ávallt svör viđ brögđum Jóhanns, ţó heldur hafi hallađ á Braga um tíma. Ţeir sömdu um skiptan hlut eftir 43 leiki.

Davíđ Kjartansson (2371) og Jón Viktor Gunnarsson (2454) tefldu hraustlega skák í dag ţar sem Jón Viktor virtist vera međ unniđ tafl um tíma. Davíđ er ţó brögđóttur og náđi ađ snúa taflinu sér í vil undir lokin. Ţar međ vann Davíđ sína fyrstu skák í mótinu.

Björn Ţorfinnsson (2410) lagđi Guđmund Kjartansson (2457) í 85 leikja skák og ţá vann Hjörvar Steinn Grétarsson ţolinmćđissigur á Jóhanni Ingvasyni (2142) í 70 leikjum. Loks stýrđi Einar Hjalti Jensson (2370) svörtu mönnunum til sigurs gegn Erni Leó Jóhannssyni.

Bragi Ţorfinnsson er efstur á mótinu ađ lokinni fjórđu umferđ međ 3,5 vinninga. Fjórir skákmenn koma í humátt á eftir honum međ 3 vinninga.

keppendur horfa á útsendingu

 

Stađan ađ lokinni 4.umferđ:

Rk. NameRtgPts.RpKrtg+/-
1IMThorfinnsson Bragi24263,526711010,4
2IMThorfinnsson Bjorn24103,026291011,4
3GMSteingrimsson Hedinn25743,0246910-3,2
4IMGunnarsson Jon Viktor24543,02448100,1
5GMHjartarson Johann25473,02565101,1
6IMJensson Einar Hjalti23702,02418205,2
7GMGretarsson Hjorvar Steinn25802,0229910-12,5
8FMKjartansson David23711,5237220-0,6
9IMKjartansson Gudmundur24571,5239710-3,6
10FMGislason Gudmundur22801,02307202,0
11 Johannsson Orn Leo22260,5217320-4,8
12 Ingvason Johann21420,0170920-9,2

 

 

5.umferđ hefst klukkan 15 á morgun, laugardag. Ţar ber einna hćst brćđrabylta ţeirra Braga og Björns. Einnig mćtast tveir af ţeim fjórum sem deila öđru sćti; Jón Viktor Gunnarsson hefur hvítt gegn Jóhanni Hjartarsyni.

 

5.umferđ:

12426IMThorfinnsson Bragi IMThorfinnsson Bjorn2410
22454IMGunnarsson Jon Viktor GMHjartarson Johann2547
32574GMSteingrimsson Hedinn FMKjartansson David2371
42580GMGretarsson Hjorvar Steinn FMGislason Gudmundur2280
52370IMJensson Einar Hjalti  Ingvason Johann2142
62457IMKjartansson Gudmundur  Johannsson Orn Leo2226

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 222
  • Frá upphafi: 8766224

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 185
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband