Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţurfti sigur í lokaumferđinni

Ernesto Inarkiev sigrađi glćsilega á Evrópumóti einstaklinga sem lauk í Gjakova í Kosovo sl. mánudag. Hann hlaut 9 vinninga af ellefu en í 2. sćti varđ Lettinn Kovalenko međ 8 ˝ vinning og í 3.-5. sćti urđu Jobava, Navara og Vallejo Pons međ 8 vinninga.

Alls voru 23 sćti í bođi í heimsbikarkeppni FIDE og fyrir lokaumferđina var Héđinn Steingrímsson í fćrum á ađ ná ţví sćti ef hann ynni. Hann hafđi hvítt gegn Rússanum Evgení Najer en tefldi byrjunina ónákvćmt og tapađi. Héđinn hlaut 6 ˝ vinning, Hannes Hlífar og Björn Ţorfinnsson fengu báđir 6 vinninga og Guđmundur Kjartansson 5 ˝ vinning.

Einungis Héđinn náđi ađ bćta „ćtlađan“ árangur sinn. Hann hefur margt til brunns ađ bera á skáksviđinu en hefđi sennilega aukiđ möguleika sína međ ţátttöku í fleiri mótum á undirbúningsferlinum. Ţá ţarf hann ađ huga betur ađ skapandi hliđ skáklistarinnar. Framan af gekk hvorki né rak hjá honum en í seinni hlutanum sótti hann í sig veđriđ og vann m.a. hinn frćga Alexander Beljavskí:

EM einstaklinga 2016; 10. umferđ:

Héđinn Steingrímsson – Alexander Beljavskí

Ítalski leikurinn

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 d6 6. O-O O-O 7. He1 a6 8. Bb3 Ba7 9. h3 Re7 10. Rbd2 Rg6 11. Rf1 Be6 12. Rg3 h6 13. d4 Rh7 14. Be3 exd4

Ţađ er í ţessari uppskiptahrinu sem Beljavskí missir ţráđinn.

15. Rxd4 Bxb3 16. Dxb3 Re5 17. Dxb7!

Seilist eftir „eitrađa peđinu“. Beljavskí tekst ekki ađ sýna fram á neinar bćtur.

17.... Dd7 18. Db3 Hab8 19. Dc2 Rc4 20. Bc1 d5 21. b3 Re5 22. exd5 Dxd5 23. Be3 Bxd4 24. Bxd4 Rc6 25. Be3 f5 26. Had1 Df7 27. Re2

Óţarfa varkárni. Eftir 27. Bc5! er svarta stađan gjörtöpuđ.

27.... Re5 28. c4 Hfe8 29. Rf4 Rg5 30. Kh1 Hbd8 31. Hxd8 Hxd8 32. Rd5 Rg6 33. Dc1 Re6 34. f3 c6 35. Rb4 Db7 36. Dc3 Rgf8 37. Rd3 Dc7 38. b4 a5 39. bxa5 c5 40. Bg1 Ha8 41. He5 Hxa5 42. De1 Db6 43. a3! 

GPCVOK1BLaglegur leikur. Svartur getur sig hvergi hrćrt.

43.... g6 44. Hd5 Hxa3 45. Rxc5 Ha2 46. Rxe6 Dxe6 47. He5 Dd7 48. He8 Kf7 49. Hb8 Dd2

Tapar strax en ađrir leikir eru jafn vonlausir.

50. De8+

- og Beljavskí gafst upp. 

Feđgar í landsliđsflokki

Keppni í landsliđsflokki Skákţings Íslands hefst í Tónlistarskóla Seltjarnarness nk. ţriđjudag, 31. maí. Athygli vekur ađ Jóhann Hjartarson er aftur međal keppenda og Íslandsmeistarinn Héđinn Steingrímsson er einnig skráđur til leiks. Í fyrsta sinn í skáksögunni eru feđgar međal ţátttakenda, Örn Leó Jóhannsson og Jóhann Ingvason. Keppendalistinn í elo-stigaröđ:

1. Hjörvar Steinn Grétarsson 2. Héđinn Steingrímsson 3. Jóhann Hjartarson 4. Guđmundur Kjartansson 5. Jón Viktor Gunnarsson 6. Bragi Ţorfinnsson 7. Björn Ţorfinnsson 8. Davíđ Kjartansson 9. Einar Hjalti Jensson 10. Guđmundur Gíslason 11. Örn Leó Jóhannsson 12. Jóhann Ingvason. 

GAMMA styđur Meistaramót Skákskóla Íslands

Keppni á Meistaramóti Skákskóla Íslands í flokki keppenda međ 1600 elo-stig og minna lauk um síđustu helgi međ sigri Stefáns Orra Davíđssonar sem er ađeins 9 ára gamall. Stefán hlaut 6 ˝ vinning úr átta skákum og varđ vinningi fyrir ofan nćstu menn. Keppni stigahćrri flokknum hófst svo í gćr og mótinu lýkur á morgun, sunnudag. Ţá mun Agnar Tómas Möller frá GAMMA, ađalstyrktarađila mótsins, afhenda verđlaun en fimm farmiđavinningar eru í bođi í hinum ýmsu styrkleikaflokkum.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. maí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.6.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 8765877

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband