Leita í fréttum mbl.is

Skákþáttur Morgunblaðsins: Vika Indverjanna í skákinni

Gupta og Tania 2Indverjinn Abhjeet Gupta vann öruggan sigur á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpu á miðvikudaginn. Gupta hafði vinningsforskot fyrir lokaumferðina og dugði jafntefli til að tryggja sér sigur þegar hann tefldi við Ítalann Rambaldi. Hann hafð hvítt og eftir þráleik í miðtafli var sigurinn í höfn. Gupta hlaut 8½ vinning af tíu. Rússinn Dmitry Andreikin varð í öðru sæti, hlaut 8 vinninga. Bestum árangri íslensku skákmannanna náði Hjörvar Steinn Grétarsson sem fékk 7 vinninga af tíu sem setti hann í 12.-22. sæti. Hjörvar veiktist fyrir skák sína í 8. umferð og varð að gefa hana án þess að tefla. Hann gat þó teflt í 9. og 10. umferð og vann báðar. Frammistaða hans er góð en afhjúpar samt galla á mótinu; andstæðingar hans voru nær allir umtalsvert stigalægri; hann tefldi aðeins við einn skákmann sem var yfir 2.420 elo-stigum. Skáksamband Íslands hefur ekki haldið lokað mót í langan tíma en skákunnendur vilja sjá öfluga stórmeistara á borð við Hjörvar Stein og Hannes Hlífar fá kröfuharðari verkefni.

Þetta var í fimmta sinn sem Reykjavíkurskákmótið fer fram í Hörpu. Skipulagning var góð. Mikill þokki hvílir yfir salarkynnum og margir sem koma hingað og tefla ár eftir ár. Indverska skákdrottningin Tania Sadchev er ein þeirra. Hún hlaut 7 vinninga af tíu mögulegum og var taplaus. Þó tefldi hún við stórmeistara á stigabilinu 2.553-2.653 elo í lokaumferðunum sjö.

Fjórir íslenskir skákmenn bættu við sig meira en 100 elo-stigum: Alexander Oliver Mai, Þór Hjaltalín, Alec Elías Sigurðarson og Birkir Ísak Jóhannsson. 

 

Aronjan og Karjakin efstir í Moskvu – Hou Yifan aftur heimsmeistari kvenna

Línur eru teknar að skýrast í áskorendamótinu í Moskvu en þar hafa verið tefldar sex umferðir af fjórtán. Sigurvegarinn öðlast rétt til að skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen. Armeninn Levon Aronjan vann Bandaríkjamanninn Nakamura í 6. umferð og komst upp við hlið rússneska/úkraínska stórmeistarans Sergei Karjakin. Staðan: 

1.-2. Aronjan, og Karjakin 4 v. (af 6) 3. Anand 3½ v. 4.-5. Caruana og Giri 3 v. 6. Svidler 2½ v 7.-8. Nakamura og Topalov 2 v.

Svo virðist sem meira en 20 ára reynsla af svona keppnum muni skila Anand betri árangri en spár sögðu fyrir um. Hann gjörsamlega ruslaði Peter Svidler upp í 6. umferð:

Wisvanthan Anand – Peter Svidler

Spænskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. a4 Bb7 9. d3 He8 10. Rbd2 Bf8 11. c3 Ra5 12. Bc2 c5 13. d4 exd4!?

Það getur verið varasamt að gefa eftir á miðborðinu en að baki leiknum er ákveðin hugmynd.

14. cxd4 d5 15. e5 Re4 16. axb5 axb5 17. Rxe4 dxe4 18. Hxe4!

Snilldar skiptamunsfórn sem Svidler kann að hafa sést yfir. Eftir 18.... Bxe4 19. Bxe4 Ha7 kemur 20. Bxh7+! Kxh7 21. Rg5+ Kg8 22. Dh5og vinnur.

18.... Rb3!?

Skyldi Svidler hafa veðjað á þennan leik?

G01VF5HQ19. Hxa8 Bxa8 20. Rg5! Rxc1 21. Dh5!

Skyndilega er svartur varnarlaus.

21.... h6 22. Dxf7+ Kh8 23. Hg4 Da5 24. h4!

– Enn einn hnitmiðaður leikur og Svidler gafst upp. Þetta hefur verið vika Indverja í skákinni.

Í Lviv í Úkraínu á þriðjudaginn vann Hou Yifan níunda skákina gegn Maríu Muzychuk, og þar með einvígið 6:3. Hún hefur því endurheimt heimsmeistaratitil kvenna.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 16. mars

Skákþættir Morgunblaðsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8779032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband