Leita í fréttum mbl.is

Gunnaslagur - Gunni Björns hrósađi sigri

Gunnaslagur 2016 - Efstu menn - ESEMánudagsmótiđ síđasta í KR  var helgađ svonefndum Gunnaslag sem nú var háđur i annađ sinn,

Hinn önnum kafni Gunni Björns gaf sér tíma til ađ líta upp frá forsetastörfum til ađ vera međ. Hann kom á óvart međ ţví ađ verđa efstur ásamt Óla B. en náđi ţví ađ nćla sér í fleiri mótsstig til viđbótar vinningum sínum en hinn síđarnefndi sem varđ ađ sćtta sig viđ annađ sćtiđ, hafandi tekiđ viđ Friđrikskóngnum rétt áđur. Báđir hlutu ţeir 10 vinninga af ţrettán mögulegum. Aldursforsetinn Gunni Gunn varđ ţriđji sem teljast vel af sér vikiđ ţví viđ ramman reip var ađ draga og hart barist bćđi í sókn og vörn og tímahrak mikiđ. Ungmenniđ efnilega Gauti Páll sýndi ađ hann er til alls líklegur á komandi mánuđum og árum međ ţví ađ verđa fjórđi.

Fjórir „ gunnar“  voru međal ţátttakenda en flensa setti nokkuđ mark á mótiđ međ fjarveru Gunna Freys, sigurvegarans frá í fyrra og ófćrđ tálmađi ţátttöku Gunna I. (hins digurbarkabassalega) Birgissonar, frá  snjóabćlinu Siglufirđi sem komst ekki suđur. Gunni Nikuláss fyllti skarđ hans. Gunni Skarpi stóđ fyrir sinu en Gunni Finns var fjarri góđu gamni, vinningur sem margir höfđu bókađ fyrirfram. Alls hefđu ţví 7 Gunnar getađ veriđ međ ef allir hefđu mćtt, voru 6 í fyrra.

Gunnaslagur 2016 - Flestir vinningar  - Flestir Gunnar  (Sigurđur Áss Gr...

Sigurđur Áss Grétarsson vann ţó mesta afrek mótsins og sćmdarheitiđ "Gunnabani ársins" međ ţví ađ leggja tvö Gunna af velli og gera jafntefli viđ hina tvo. Nćldi sér ţannig í ţrjú „gunnaleđur“ af fjórum mögulegum, en um ţađ snerist keppnin innan mótsins.

Átökin á borđinu ćstust mjög eftir ţví sem á mótiđ leiđ en pörun í lokin vakti undrun ţegar neđstu menn lentu á móti ţeim efstu, eitthvađ skrítiđ viđ Sviss Perfect forritiđ sem treyst var á. Gćti hafa haft áhrif á stigareikninginn og heildarúrslitin ţegar öllu er á botninn hvolft.  

Ýmsir minni spámenn komu á óvart en ađrir náđu ekki ađ uppfylla hólmgönguspár sínar en nutu ţess samt ađ vera međ og falla međ sćmd.

Gunnaslagur II. - 2016 -MÓTSTAFLA -ÚRSLIT-ese


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 264
  • Frá upphafi: 8765111

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 148
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband