Leita í fréttum mbl.is

NM í skólaskák - Pistill frá liđsstjóra

NM í skólaskákŢađ er alltaf töluverđ eftirvćnting sem ríkir ţegar líđa fer ađ NM í skólaskák. Ţó sannarlega megi fullyrđa ađ ţetta mót sé ekki jafn spennandi og Heimsmeistaramót er alltaf "eitthvađ viđ ţetta" mót sem haldiđ hefur veriđ frá 1981. Ţađ var sterkur hópur skákungmenna sem hélt í hann í gćr frá Leifsstöđ í félagi viđ fimm foreldra, fararstjóra og ţjálfara. Sjaldan hefur hópurinn veriđ jafn ţéttur og nú. Ferđalagiđ til Kastrup gekk vel og eftir ađ hafa brunađ yfir hina margumtöluđu brú milli Köben og Malmö var stefnan tekin rakleiđis á stoppistöđina viđ Lessebo. Lestarferđin var ţćgileg og tók rétta ţrjá tíma. Á Lessebo beiđ eftir okkur hinn heltrausti Hakan Jelling sem er formađur Skákfélagsins í Vaxjö. Vaxjö er sumsé 90.000 manna borg. NM fer fram í Kosta sem er um 1000 manna bćr rétt hja Vaxjö. Hér í Kosta er ein ţekktasta gler- og kristalframleiđsla veraldar. Á hátíđarkvöldverđi í gćrkvöldi hvar var bođiđ upp á sćnskar bjúgur og frikadeller af gamla skólanum var einmitt mikill glerlistamađur sem sýndi hvernig mađur á ađ bera sig ađ í hinum ýmsu glerkúnstum.  

Ađbúnađur er međ miklum ágćtum ţótt hann hafi veriđ betri á NM. Hópurinn gistir í bústöđum á svona sumarhúsahóteli. Ţar eru flestir keppendur en Norđmenn ákváđu ţó ađ létta ađeins á Carlsen-gullinu og keyptu sér gistingu á skákstađ. Bústađirnir eru alveg nýir og flott hannađir. Ţađ er hins vegar nokkuđ ţröngt um nokkra í hópnum ţar sem allt ađ fjórir eru í bústađ sem varla 30 fermetrar. Aukin heldur er ekki net í bústöđunum heldur einungis í lobbíinu. Ađstađan á skákstađ er hins vegar afar góđ. Skáksalurinn í raun 100% og fínasta ađstađa fyrir ađstandendur. Taflmennskan fer sumsé fram hérna á Kosta Art Hotel sem er líklegast fimm stjörnu hótel međ gler og kristal út um allt. Hér er svo hiđ fínasta spa og rćkt og járnarífingar hjá undirrituđum framundan í upphafi nćstu umferđar. Ţađ er um 1.5 km milli gisti- og skákstađar sem er vel ţolanlegt og hćgt ađ labba. Hinn heltrausti Hakan og hans menn hafa hins vegar tryggt transport á milli sem lýsir vel viđmóti ţeirra ađ halda ţetta mót á sem bestan hátt. Sjaldan hef ég kynnst jafn góđu viđmóti hjá umsjónarmönnum og ljóst ađ Hakan hefur líklegast gengiđ í gegnum einhverslags sósíal-demókrataískan skipulagsskóla og kynnt sér ţjónandi forystu út í ystu ćsar. 

Engin skák er í beinni sem er mikil synd. Ástćđan er sú ađ samhliđa NM er skákfélagiđ í Vaxjö ađ halda Grand-Prix í Vaxjö. Ţeir reyndu ađ fćra til mótin en ţađ bárust einhverjar mótbárur frá NM-ţjóđunum svo ţađ var ekki hćgt ađ verđa viđ ţví. Skákstjórn er í traustum höndum hjá félaga okkar Guđmundi Sverri Ţór. Viđ Helgi Ólafs skiptum verkum međ okkur ţannig ađ ég sinni almennum skipulags- og rótarastörfum fyrir hópinn og hann tekur ađ sér frćđistörf á sviđi skáklistarinnar. Skákirnar eru í gangi núna niđrí skáksal og fóru ágćtlega af stađ fyrir okkar krakka. Óskar Víkingur vann skiptamun snemma og hinir voru meir og minna ađ tefla byrjanir sem hentuđu ţeim. Foreldrar hafa veriđ duglegir viđ ađ taka myndir og setja á facebook, ég er ekki jafn vel vopnađur á ţví sviđi.

Stefán Steingrímur Bergsson

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 145
  • Frá upphafi: 8765551

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband