Leita í fréttum mbl.is

Lenka sigurvegari Friðriksmóts í Vin

Friðrik, Finnur og Róbert
Meistari Friðrik Ólafsson mætti glaðbeittur þegar Hrókurinn & Vinaskákfélagið efndu til Friðriksmótsins, í tilefni af afmæli hans og Skákdegi Íslands, í gær. Friðrik lék fyrsta leikinn í skák Róberts forseta Vinaskákfélagsins gegn Hauki Halldórssyni, og snaraði að sjálfsögðu kóngspeðinu fram um tvo reiti.

Sextán vaskir meistarar þreyttu taflið, en Lenka Ptacnikova kom, sá og sigraði -- í öllum skákunum sex. Silfrið kom í hlut Róberts, en Stefán Bergsson hreppti bronsið. Þau fengu bækur í verðlaun og forláta verðlaunapeninga, með ágrafinni mynd af Friðriki.

Þeir heiðursmenn úr Gallerí skák, Guðfinnur Kjartansson og Einar S. Einarsson komu líka færandi hendi, með kærleikstré úr súkkulaði, sem ungi snillingurinn Arnljótur Sigurðsson vann í happdrætti -- en deildi af miklu örlæti með öðrum keppendum. Ingi Hans bauð uppá pönnukökur og súkkulaðitertu í mótslok, svo allir fóru glaðir og mettir á braut.

Maður mótsins, að öðrum ólöstuðum, var Björgvin Kristbergsson, sem hlaut 3 vinninga og lagði nokkra mun stigahærri skákmenn.

Gens una sumus -- Við erum ein fjölskylda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 145
  • Frá upphafi: 8779025

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband