Leita í fréttum mbl.is

Hinir fjórir frćknu efstir á Skáţingi Reykjavíkur

DAgur Ragnarsson
Ţeir voru baráttuglađir skákmennirnir sem mćttu til leiks í 7.umferđ Skákţings Reykjavíkur. Hart var tekist á á nćr öllum borđum og réđust úrslit oft ekki fyrr en eftir djúpar flćkjur og fallegar fléttur.

Á efsta borđi glímdi Jón Viktor Gunnarsson viđ Stefán Kristjánsson. Ţeir buđu áhorfendum upp á djúpa stöđubaráttu framan af sem síđar leystist upp í hróksendatafl. Jón Viktor virtist pressa nokkuđ á Stefán í miđtaflinu en stórmeistarinn var vandanum vaxinn og leysti ţau verkefni sem fyrir hann voru lögđ. Gengu ţeir félagarnir út í kvöldmyrkriđ međ hálfan vinning hvor.

Ţađ sem af er móti hefur Vignir Vatnar Stefánsson brennt ör á sál tveggja titilhafa. Fídemeistarinn galvaski, Dagur Ragnarsson, fékk ţađ hlutskipti ađ glíma viđ titilhafabanann unga. Dagur mćtti afar einbeittur til leiks og hreyfđi menn sína fimlega um borđiđ. Varđ snemma ljóst ađ Vignir Vatnar átti fyrir höndum erfiđan Dag. Dagur pressađi undrabarniđ stíft allt ţar til varnarmúrinn brast og Vignir Vatnar lagđi niđur vopn. Fyrir vikiđ skaust Dagur upp í 2.sćtiđ og ćtlar pilturinn sér greinilega ađ gera atlögu ađ Reykjavíkurmeistaratitlinum, enda til alls líklegur ţegar hann gefur frjóum huga sínum lausan tauminn.

Á 3.borđi stýrđi Björn Ţorfinnsson hvítu mönnunum gegn Ţorvarđi Fannari Ólafssyni. Eftir nokkurn barning ţá týndi Björn peđi, og voru áhorfendur ekki á einu máli um hvort ţar vćri um ađ kenna kćnsku Ţorvarđar eđa lćvísri áćtlunargerđ Björns. Í kjölfariđ fann Björn veikleika á b7 sem hann nýtti sér til hins ýtrasta. Björn vann skákina og hefur pilturinn ţví unniđ fjórar skákir í röđ eftir ađ hafa beđiđ lćgri hlut gegn fyrrum lćrisveini sínum, Vigni Vatnari, í 3.umferđ. Virđist Björn hvergi banginn fyrir lokasprettinn. Á 4.borđi vann Guđmundur Gíslason góđan sigur međ hvítu mönnunum gegn Mikael Jóhanni Karlssyni. Guđmundur hefur hlotiđ 5,5 vinning og gefur ekkert eftir á lokasprettinum.

Á 5.borđi bauđ Björgvin Víglundsson upp á kennslustund í ţví hvernig best er ađ bera sig ađ viđ ađ tefla gegn staka peđinu margfrćga. Öll spjót beindust ađ peđinu sem ađ lokum lá sćrt í valnum. Loftur Baldvinsson er ekki vanur ađ kippa sér upp viđ ţó vanti peđ í safniđ og beitti hann sínum alţekktu klćkjum til ţess ađ reyna ađ valda sem mestum skađa í herbúđum Björgvins. Björgvin var ţó vandanum vaxinn og vann skákina ađ lokum er hann hristi létta taktík fram úr erminni. Ţótti gárungunum ţađ býsna vel ađ verki stađiđ í ljósi ţess ađ Björgvin var klćddur stuttermaskyrtu.

Af öđrum skákum bar hćst ađ Jóhann H. Ragnarsson reimađi á sig fléttuskóna og vann Jón Trausta Harđarson laglega. Guđmundur Kjartansson ţurfti ađ hafa mikiđ fyrir ţví ađ leggja Birki Karl Sigurđsson ađ velli og Héđinn Briem hélt áfram ađ tefla vel og gerđi jafntefli viđ Hörđ Aron Hauksson. Stefán Bergsson lenti í miklu basli međ Nansý Davíđsdóttur og lengi vel leit út fyrir ađ Stefán yrđi ađ lúta í gras. Stefán er hins vegar brögđóttur, líkt og landsmenn allir vita, og hafđi ađ lokum sigur eftir klukkuvandrćđi Nansýjar. Mykhaylo Kravchuk varđist vel gegn Ólafi Gísla Jónssyni og hlaut ađ launum hálfan vinning. Ţá var hinn léttleikandi reynslubolti, Björgvin Kristbergsson, í miklu stuđi og lagđist í ţunga kóngssókn sem skilađi honum vinningi í sarpinn.
 
Óvćntustu úrslit umferđarinnar litu dagsins ljós á borđi 24 hvar hinn stórefnilegi Hjörtur Kristjánsson (1352) stýrđi svörtu mönnunum til sigurs gegn Jóni Úlfljótssyni (1794). Ţá gerđi Daníel Ernir Njarđarson (1319) jafntefli međ svörtu gegn Elvari Erni Hjaltasyni (1772).
 
Ađ lokinni 7.umferđ eru fjórir frćknir garpar efstir međ 6 vinninga, ţeir Jón Viktor Gunnarsson, Dagur Ragnarsson, Björn Ţorfinnsson og Stefán Kristjánsson. Guđmundur Gíslason fylgir ţeim eins og skugginn međ 5,5 vinning.
 
8.umferđ Skákţingsins fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld. Ţá mćtast á efsta borđi ţeir Stefán Kristjánsson og Björn Ţorfinnsson, á 2.borđi glíma Guđmundur Gíslason og Jón Viktor Gunnarsson, og á ţví ţriđja mćtast Björgvin Víglundsson og Dagur Ragnarsson. Skákáhugamenn eru hvattir til ţess ađ leggja leiđ sína í Taflfélagiđ og sjá međ eigin augum er úrslitastund Skákţingsins rennur upp.
 
Öll úrslit Skákţingsins og pörun nćstu umferđar eru ađgengileg hér.

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 229
  • Frá upphafi: 8765205

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband