Leita í fréttum mbl.is

Vignir Vatnar lagđi annan alţjóđlegan meistara ađ velli!

Vignir Vatnar

Ţađ gekk mikiđ á í Skákhöllinni í gćrkvöld er 6. umferđin í Skákţingi Reykjavíkur fór fram. Margra augu beindust ađ viđureign hins unga Vignis Vatnars og alţjóđameistarans Guđmundar Kjartanssonar. Vignir sem er einungis 12 ára er búinn ađ tefla eins og sá sem valdiđ hefur í mótinu til ţessa og lagđi t.a.m. alţjóđameistarann Björn Ţorfinnsson ađ velli í 3. umferđ. Líkt og ţá, tefldi hann undir vökulum augum langalangafa síns á fjórđa borđi og virđist ţađ ávísun á gott gengi ţví Vignir vann Guđmund í mjög athyglisverđri skák. Frábćr frammistađa og fimm vinningar af sex komnir í hús hjá ţeim stutta sem situr í 3.-5. sćti eftir umferđina.

Fleiri óvćnt úrslit litu dagsins ljós og ţar voru einnig ungliđar TR í sviđsljósinu.  Ţannig vann Björn Hólm Birkisson (1962) Fide meistarann Oliver Aron Jóhannesson (2198) nokkuđ sannfćrandi, og ţađ sama gerđi Aron Ţór Mai (1714) í viđureign sinni viđ Siguringa Sigurjónsson (1985).

Ţá hefur Héđinn Briem (1546) stađiđ sig mjög vel í mótinu til ţessa og í gćrkvöldi gerđi hann jafntefli viđ Stefán Bergsson (2023) eftir ađ hafa veriđ međ nćr hartunna stöđu á tímabili.

Á fyrsta borđi gerđu alţjóđameistarinn Jón Viktor Gunnarsson og Fide meistarinn Dagur Ragnarsson jafntefli í lengstu skák umferđarinnar. Jón Viktor vann snemma peđ en Dagur varđist vel. Undir lokin missti Jón ţó af frekar augljósum vinningsleik og ţurfti í framhaldinu ađ ţráleika. Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson vann Jón Trausta Harđarson nokkuđ sannfćrandi og sama gerđi alţjóđameistarinn Björn Ţorfinnsson í skák sinni viđ Jóhann Ragnarsson. Á fimmta borđi ţurfti Ţorvarđur Fannar Ólafsson aftur á móti ađ hafa mikiđ fyrir sigri gegn kókómjólkurţambaranum unga Gauta Pál Jónssyni.

Leikar eru nú farnir ađ ćsast og eftir 6 umferđir eru Jón Viktor og Stefán Kristjánsson efstir og jafnir međ 5˝ vinning. Ţeir mćtast einmitt í sjöundu umferđ sem fram fer á sunnudaginn kl. 14. Ţá mćtast einnig Dagur Ragnarsson (5) og Vignir Vatnar Stefánsson (5) sem og Björn Ţorfinnsson (5) og Ţorvarđur Fannar Ólafsson (4˝).

Áhorfendur velkomnir og alltaf heitt á könnunni í Birnukaffi!

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8778618

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband