Leita í fréttum mbl.is

U-2000 mótinu lokiđ: Haraldur öruggur sigurvegari

u2000-mót

U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur lauk í gćrkveld ţegar sjöunda og síđasta umferđin fór fram í húsnćđi félagsins, Faxafeni 12. Haraldur Baldursson hafđi fyrir umferđina ţegar tryggt sér sigur og var međ fullt hús vinninga ţegar hinar ţöglu tímavélar voru settar í gang. Baráttan um annađ og ţriđja sćtiđ var hinsvegar hörđ og höfđu nokkrir keppendur möguleika á ađ smella sér í verđlaunasćti.

Ţađ var Tjörvi Shciöth sem fékk ţađ verkefni ađ eiga viđ sigurvegara mótsins og stýrđi hann hvítu mönnunum gegn svörtum her Haraldar. Strax var ljóst ađ hvorugur keppenda ćtlađi sér ađ eiga náđuga stund í lokaumferđinni međ jafnteflisbođ í huga. Snemma skákar myndađist mikil spenna í stöđunni sem spratt upp úr hinu beitta Najdorf afbrigđi Sikileyjarvarnar ţar sem Tjörvi blés til kröftugrar sóknar. Úr varđ ađ hvítur náđi mátsókn en svartur hafđi ekki hrókfćrt og hröklađist svarti kóngurinn ţví undan stanslausum ágangi hvítu mannanna. Ţrátt fyrir smá krókaleiđir hvíts ţegar mát lá í loftinu var stađsetning svarta kóngsins slćm og Haraldur varđ ađ játa sig sigrađan í fyrsta sinn í mótinu. Góđur sigur sem tryggđi Tjörva verđskuldađ silfur, en hann hlaut 5,5 vinning, hálfum vinningi minna en Haraldur sem međ sigrinum í mótinu tryggđi sér, auk verđlaunafés, ţátttökurétt í nćstkomandi WOW-air móti félagsins.
 
Bronsiđ hlaut enginn annar en jaxlinn Friđgeir Hólm sem hlaut 5 vinninga og tefldi oft hressilega í mótinu eins og honum einum er lagiđ. Friđgeir gerđi jafntefli viđ Gauta Pál Jónsson í lokaumferđinni ţar sem sá síđarnefndi reyndi mikiđ ađ kreista fram sigur í drottningarendatafli. Gauti hafđi tök á ađ vekja upp ađra drottningu og vera ţannig međ tvćr dömur gegn einni dömu Friđgeirs en sá á síđarnefndi átti ţó alltaf örugga ţráskák og skiptur hlutur varđ ţví niđurstađan.
 
Af öđrum úrslitum umferđarinnar má nefna mjög gott jafntefli hins unga Halldórs Atla Kristjánsson gegn Birni Hólm Birkissyni hvar lokastađan var öll Halldóri í hag. Ţá lagđi Arnaldur Bjarnason Ingvar Egil Vignisson nokkuđ örugglega en Arnaldur átti gott mót og flýgur inn á nćsta stigalista Fide. Síđast en ekki síst tefldi hinn ungi Stephan Briem afar góđa skák gegn reynsluboltanum Sigurjóni Haraldssyni og hafđi síst lakari stöđu lengi vel. Reynslan sagđi ţó ađ lokum til sín og eftir langa og stranga endataflsbaráttu hafđi Sigurjón betur.

Tjörvi kom í veg fyrir ađ Haraldur lyki móti međ fullu húsi.

Vel heppnuđu og endurvöktu U-2000 móti er ţví lokiđ en ljóst er ađ mótafyrirkomulagiđ býđur upp á skemmtilega blöndu af ungum og efnilegum skákmönnum ásamt ţeim sem eldri eru og reyndari. Eftirtektarvert var hversu skemmtilegur og fjörugur stór hluti skákanna var og styttri jafntefli sáust varla, ţađ var barist fram í rauđan dauđan. Enn og aftur sást berlega hversu mikill efniviđur er til stađar í skákinni ţessi misserin og mikiđ er um unga skákmenn sem eru í hrađri framför. Ţađ er ekki sjálfgefiđ ađ ţeir reynslumeiri leggi í hina ungu kynslóđ ţví mörg stig eru í húfi. Ţó er hluti skákmanna ávallt reiđubúinn ađ setjast gegnt ţeim yngri og veita ţeim međ ţví tćkifćri til ađ öđlast enn meiri reynslu og jafnvel stíga lítiđ eitt upp stigalistann međ góđum sigrum.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar keppendum fyrir ţátttökuna og óskar verđlaunahöfum til hamingju. Viđ vonumst til ađ sjá sem flesta ađ ári.




« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 8778846

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband