Leita í fréttum mbl.is

HM ungmenna: 3. pistill

3. umferđ fór fram í gćr hér á HM ungmenna. Gćrdagurinn var heitasti dagurinn til ţessa og einnig besti dagurinn okkar, ef miđađ er viđ vinningafjölda. Jón Trausti og Oliver unnu báđir nokkuđ örugglega. Jón Kristinn stal senunni ţegar hann vann IM Razvan Preotu (2463) glćsilega, međ hvítu mönnunum. Reyndar lék Jokkó af sér peđi í byrjuninni en fékk sem betur fer góđar bćtur fyrir ţađ. Preotu fatađist flugiđ í vörninni og stuttu seinna var Jokkó kominn međ yfirburđarstöđu sem hann klárađi međ glćsilegri riddarafórn sem leiddi til máts. Símon vann líka af miklu öryggi. Hann fékk ţćgilegra tafl út úr byrjuninni og nýtti sér mistök andstćđingsins í miđtaflinu og fór í stórsókn sem endađimeđ máti í 22 leikjum.20151028 145847

Dawid Kolka vann sinn andstćđing, stigalausan strák frá Japan, án vandrćđa. Mikilvćgur sigur fyrir Dawid, sem er ţá kominn á blađ og á vonandi eftir ađ halda áfram á beinu brautinni. Óskar Víkingur sigrađi Aleks Jersic (1398) glćsilega, međ svörtu. Jersic óđ beint út í byrjunarleiđ sem Óskar hafđi undirbúiđ og tapađi sannfćrandi peđi. Óskar tefldi framhaldiđ eins og sá sem valdiđ hefur og ţrengdi mjög ađ hvítum sem lenti í vandrćđum međ kóngstöđuna og lék sig svo í mát. Freyja mćtti stigalausri stúlku frá Namibíu, Lure Horn, međ hvítu mönnunum. Freyja hafđi tapađ báđum skákunum sínum til ţessa en lét ţađ ekkert trufla sig og sigrađi auđveldlega í skoska leiknum. Góđur sigur og mikilvćgur fyrir framhaldiđ hjá henni.

Dagur gerđi jafntefli í erfiđri skák ásamt brćđrunum Birni Hólm og Bárđi Erni. Einnig gerđu Adam, Veronika og Hilmir Freyr jafntefli. Adam og Hilmir Freyr voru báđir međ mjög vćnlegar stöđur og voru óheppnir ađ vinna ekki. Veronika varđist vel, og hélt jafntefli, í erfiđu riddaraendatafli og kom síđust heim á hótel ţegar klukkan var ađ verđa 21:00, sex klukkustundum eftir upphaf umferđar. Veronika hefur lagt hart ađ sér í undirbúningi fyrir skákirnar, eins og allir hinir krakkarnir, og á ađ mínu mati mikiđ inni.

Heimir Páll, Vignir, Róbert og Stefán töpuđu allir í erfiđum skákum. Mér fannst Vignir eiga meira skiliđ úr sinni skák. Hann hélt FM Abdusattorov (2432) vel í skefjum framan af skák en gerđi örlítil mistök í kringum 50. leik, sem andstćđingurinn nýtti sér óađfinnanlega.

Ađ öđru leyti gengur allt sinn vanagang hér. Dagsrútínan er alltaf svipuđ sem er gott. Brćđurnir Óskar Víkingur og Stefán Orri komu međ athyglisverđa kvörtun í morgun. Vegna ţess hve ţröngt er um keppendur í ţeirra keppnissal ţurfa ţeir alltaf ađ smokra sér framhjá stelpunum í u8 flokknum. Ţćr virđast ekki kunna ađ meta ţetta og hvćsa ítrekađ á brćđurna ţegar ţeir trođa sér framhjá. Ég man ekki eftir ađ hafa heyrt um 8 ára hvćsandi stúlkur á skákstađ áđur.

Hér var vindur í morgun og hálfkalt sem voru vonbrigđi eftir gćrdaginn. Nú hefur lćgt og hlýnađ og ég sit úti á svölum, á 6. hćđ, ţegar ţessar línur er ritađar og horfi á sólina nálgast sjóndeildarhringinn. Ég vildi ađ ég gćti yljađ ykkur heima á Íslandi međ ţessu útsýni sem ég hef!

Bestu kveđjur frá Porto Carras,

Björn Ívar Karlsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765248

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband