Leita í fréttum mbl.is

HM ungmenna: 2. pistill

2. umferđ á HM ungmenna fór fram í gćr hér í Porto Carras í Grikklandi.
Oliver og Jón Trausti mćttust innbyrđis sem var frekar óheppileg pörun fyrir okkar menn. Ţeir fengu ţó hrós frá okkur ţjálfurunum fyrir ađ tefla skákina í botn í stađ ţess ađ semja snemma um jafntefli. Fljótlega eftir miđtafliđ skiptist upp á mönnum og ţegar ţađ stefndi í jafnteflislegt endatafl međ mislitum biskupum voru friđarsamningar undirritađir. Akureyringarnir, Jón Kristinn og Símon, lentu báđir í vandrćđum eftir byrjunina međ svörtu. Ţeir fengu mjög erfiđar stöđur en međ mikilli norđanseiglu tókst ţeim báđum ađ rétta úr kútnum og halda jafntefli.

20151027 145524Björn Hólm og Heimir Páll unnu stigahćrri andstćđinga, međ svörtu, í góđum skákum. Heimir fórnađi manni í miđtaflinu fyrir tvö peđ og einhverjar bćtur gegn Beliotis (1905) frá Grikklandi. Ég held ađ Beliotis hafi skynjađ ađ Heimir var ekkert smeykur viđ hann, ţrátt fyrir ađ vera tćpum 300 stigum lćgri, ţví honum fatađist flugiđ í vörninni og Heimir uppskar fleiri peđ fyrir manninn. Heimir vann svo manninn til baka og fékk auđunniđ endatafl sem hann klárađi af öryggi. Vignir Vatnar sýndi ţađ ađ hann er kominn međ mikla reynslu og sveiđ bandarískan andstćđing sinn í jafnteflislegu hróksendatafli. Hann mćtir stigahćsta keppanda síns flokks í dag, Abdusattorov (2432) frá Úsbekistan, sem komst í fréttirnar í fyrra ţegar hann vann GM Zhigalko (2600). Stefán Orri lenti í hálfgerđri klemmu eftir miđtafliđ en varđist vel og snéri dćminu sér í vil um leiđ og andstćđingurinn gerđi smá mistök. Endatafliđ tefldi hann svo eins og herforingi og sigldi sigrinum í höfn.

20151026 144833

Róbert Luu mćtti CM Benyahia (1260) frá Alsír og vann af öryggi. Ekki veit ég hvađa skilyrđi menn ţurfa ađ uppfylla í Alsír til ţess ađ verđa CM en hann hefur mögulega fengiđ titilinn međ ţví ađ vinna eitthvađ mót í heimalandinu. Veronika mćtti Wu Min, stigahćrri andstćđingi frá Austurríki, međ svörtu. Wu eyddi góđum tíma í byrjuninni og virtist međ ţví reyna ađ forđast undirbúning Veroniku í Sikileyjarvörn. Veronika fékk verra tafl út úr byrjuninni en náđi ađ snúa taflinu sér í vil í miđtaflinu og hefđi mögulega getađ teflt lokastöđuna ađeins lengur, ţegar ţćr sömdu um jafntefli. Dagur, Bárđur Örn, Dawid Kolka, Hilmir Freyr, Óskar Víkingur, Adam og Freyja töpuđu.

Veđriđ hefur veriđ frábćrt hér í dag og mér tókst ađ kíkja ađeins út um hádegisbil eftir ađ undirbúningnum var ađ mestu lokiđ. Ég rakst á GM Alekseenko, sem teflir í u18 flokknum, á ströndinni. Hann var ađ kanna hitastigiđ á sjónum og virtist ekki vera sáttur međ ţađ og rauk aftur inn á hótel. Ég var reyndar hćstánćgđur međ hitastigiđ og náđi nokkrum mínútum í sólinni áđur en viđ héldum áfram ađ stúdera.

Mikil ös er í matsalnum, sérstaklega í hádeginu. GM Max Dlugy, frá Bandaríkjunum, vakti athygli mína í dag. Hann lét mannmergđina eitthvađ fara í taugarnar á sér og ruddist fram úr röđ barna sem voru ađ bíđa eftir vatni og fyllti 2 glös áđur en hann stormađi burt. Hann tapađi allri minni virđingu međ ţessu hátterni. Reyndar hafa Grikkirnir á hótelinu veriđ mjög duglegir ađ sinna ţessum stóra hópi skákmanna og ađstćđur eru, eins
og áđur sagđi, til fyrirmyndar. Ţegar ţessi orđ eru skrifuđ er klukkustund búin af 3. umferđinni. Mér finnst erfitt ađ komast ekkert inn í skáksalinn og sjá hvernig gengur hjá krökkunum. Ţađ er ţó lítiđ annađ ađ gera en ađ bíđa rólegur eftir ađ ţau klári og taka á móti ţeim uppi á hóteli. Viđ vonum ţađ besta í dag.

Bestu kveđjur heim á klakann.

- Björn Ívar Karlsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 145
  • Frá upphafi: 8765249

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband