16.8.2015 | 11:29
Tap gegn Færeyjum í gær - verður hefnt í dag?
Nú um helgina fer fram Landskeppni (Landsdystur) við knáa skákpilta frá Færeyjum. Lið Íslands er skipað félögum frá Norðurlandi – Skákfélagi Akureyrar og Skákfélaginu Huginn. Keppt er í 19. sinn í ár, en keppnin var fyrst háð árið 1978.
Teflt var á Laugum í Þingeyjarsveit í gær en í dag er haldið til Akureyrar, þar sem hátíðarsalur SA (Íþróttahöllinni á Akureyri, gengið inn að vestan) verður heimavöllur Íslands. Taflið hefst kl. 14 og eru áhorfendur velkomnir!
Lið Íslands hefur 2174 stig að meðaltali og lið Færeyja 2052.
Ekki blés byrlega fyrir okkar menn í gær, þrátt fyrir að vera með mun stigahærra lið, því engum tókst að vinna skák en þrír töpuðu sínum viðureignum. Okkar menn voru mögulega óheppnir á köflum, en bæði Jón Kristinn Þorgeirsson og Jakob Sævar Sigurðsson voru tveim peðum yfir í sínum skákum, en gerðu báðir jafntefli. Fleirum voru mislagðar hendur í umferðinni; Áskell Örn lék sig óvænt í mát (skv. heimildum) og Björn Ívar átti hugsanlega vinningsmöguleika í lokastöðunni, með fyrirvara um ítarlegri greiningu.
Niðurstaða dagsins er því stórtap, 3,5 – 6,5 og Færeyingar í afar sterkri stöðu fyrir seinni umferðina.
Nokkrar breytingar verða gerðar á liði Íslands fyrir seinni umferðina: Halldór Brynjar Halldóssson, Tómas Veigar Sigurðarson og Elsa María Kristínardóttir koma inn í liðið en Áskell Örn Kárason, Smári Sigurðsson og Sigurður Daníelsson hvíla.
Nánar á Skákhuganum og á heimasíðu SA.
Úrslitin á Chess-Results.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 22
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 146
- Frá upphafi: 8779006
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.