Leita í fréttum mbl.is

Tap gegn Færeyjum í gær - verður hefnt í dag?

Ísland-FæreyjarNú um helgina fer fram Landskeppni (Landsdystur) við knáa skákpilta frá Færeyjum. Lið Íslands er skipað félögum frá Norðurlandi – Skákfélagi Akureyrar og Skákfélaginu Huginn. Keppt er í 19. sinn í ár, en keppnin var fyrst háð árið 1978.

Teflt var á Laugum í Þingeyjarsveit í gær en í dag er haldið til Akureyrar, þar sem hátíðarsalur SA (Íþróttahöllinni á Akureyri, gengið inn að vestan) verður heimavöllur Íslands. Taflið hefst kl. 14 og eru áhorfendur velkomnir!

Lið Íslands hefur 2174 stig að meðaltali og lið Færeyja 2052.

Ekki blés byrlega fyrir okkar menn í gær, þrátt fyrir að vera með mun stigahærra lið, því engum tókst að vinna skák en þrír töpuðu sínum viðureignum. Okkar menn voru mögulega óheppnir á köflum, en bæði Jón Kristinn Þorgeirsson og Jakob Sævar Sigurðsson voru tveim peðum yfir í sínum skákum, en gerðu báðir jafntefli. Fleirum voru mislagðar hendur í umferðinni; Áskell Örn lék sig óvænt í mát (skv. heimildum) og Björn Ívar átti hugsanlega vinningsmöguleika í lokastöðunni, með fyrirvara um ítarlegri greiningu.

Niðurstaða dagsins er því stórtap, 3,5 – 6,5 og Færeyingar í afar sterkri stöðu fyrir seinni umferðina.

Nokkrar breytingar verða gerðar á liði Íslands fyrir seinni umferðina: Halldór Brynjar Halldóssson, Tómas Veigar Sigurðarson og Elsa María Kristínardóttir koma inn í liðið en Áskell Örn Kárason, Smári Sigurðsson og Sigurður Daníelsson hvíla.

Nánar á Skákhuganum og á heimasíðu SA.

Úrslitin á Chess-Results


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 22
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8779006

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband