Leita í fréttum mbl.is

Heimsmeistarinn féll á tíma með unnið tafl gegn Topalov

Augnalblikið þegar Carlsen er bent á að hann fallið á tíma
Augnablikið þegar Magnusi er ljós að hann sé fallinn á tíma.

Fyrsta umferð Norway Chess hófst í gær í Stafangri. Stærstu tíðindi mótsins verða að teljast að heimsmeistarinn sjálfur, Magnus Carlsen, tapaði eftir að hafa fallið á tíma eftir 60 leiki. Magnus gerði ráð fyrir að fá viðbótartíma eftir 60 leiki en slíkt var ekki til staðar. Yfirdómari mótsins fór yfir reglurnar við upphaf umferðar þar sem allir voru mættir nema Magnus. Þurfti t.d. Garry Kasaprov, sem lék fyrsta leik mótsins, að bíða í nokkurn tíma. 

Heimsmeistarinn var alls kostar ekki sáttur. Sagði mótshaldara ekki hafa kynnt tímamörkin nógu vel en þau er ekki hefðubundin á toppskákmótum þar sem yfirleitt er viðbótartími eftir 60 leiki. Hann mætti þó í viðtöl að skák lokinni. 

Fram hefur þó komið að tímamörkin hafi komið fram í sérstöku upplýsingablaði til keppenda.  

Fjörlega var teflt í umferðinni. Giri vann Grischuk, Nakamura sigraði Hammmer og Vachier-Lagrave hafði getur gegn Aronian. Anand og Caruana gerðu jafntefli. 

Um kvöldið fór brunavarnarkerfið í gang í hótelinu. Carlsen hafði húmor fyrir sjálfum sér og tísti:

Önnur umferð hefst kl. 14. Þá mætast meðal annars Caruana-Carlsen og Topalov-Nakamura.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8779032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband