Leita í fréttum mbl.is

Dagur 2: Stuttur pistill

Hjörvar SteinnFyrsta umferđ Ólympíuskákmótsin hófst fyrir skemmstu. Karlaliđiđ mćtir sveit Eţópíu en kvennasveitin teflir viđ Nambíu annađ skiptiđ í röđ í fyrstu umferđ. Fyrsta borđsfólkiđ Hannes og Lenka hvíla enda voru ţau ţreytt eftir hálferfitt flug frá Prag.

Hjörvar teflir ţví á fyrsta borđi, Guđmundur teflir á öđru borđi í sinni skák á Ólympíuskákmótinu og reynsluboltarnir Ţröstur og Helgi tefla á ţriđja og borđi. Eţópíumenn hafa skákstig á bilinu 1952-2131 og ađ öllu venjulegu ćtti ađ vinnast 4-0 sigur en auđvitađ geta ţeir veriđ sýnd veiđi en ekki gefin. Viđ höfum aldrei teflt áđur viđ Eţópíu sem tóku fyrst ţátt á Ólympíuskákmóti áriđ 2002.

Sama er í kvennaflokki. Stelpurnar frá Namibíu er reyndar reynslunni ríkari en 4-0 sigur ćtti ađ vinnast.  Halla, teflir á fyrsta borđi. Ţađ er ađeins í annađ sinn sem ţađ gerist. Hitt skiptiđ var einmitt gegn Nambíu fyrir tveimur árum síđan! Tinna, Jóhanna og Elsa fylla svo sveitina. Ţćr nambísku eru allar stigalausar en ţćr eru tefla á sína ţriđja Ólympíuskákmóti.

Sennilega hefur međalaldur fyrsta borđs manna Íslands aldrei veriđ lćgri en nú međ ţau Hjörvar og Höllu sem leiđtoga.

Sem fyrr sýnist mér skipulagsmálin í góđa lagi hjá Norđmönnunum. Töluvert krađak var viđ upphaf umferđar ţegar allir vildu komast inn á sama tíma. Reynslan kennir mér ađ ţađ komist í betra lagi eftir nokkrar umferđir. Einnig myndađist hálfgert „neyđarástand" viđ kaffivélarnar en ţađ mun lagast.

Kirsan og Kasparov er báđir á stađnum. Ţađ er léttara yfir Kirsan en mér finnst hálfţungt yfir Garry. Hann er mikill keppnismađur og er ekki kominn til ađ tapa. Spennan svífur yfir vötnum. Ég hitti Ank Sanders , lögfrćđing Kasparovs, sem er var einmitt á leiđinni á enn einn fundinn og spáđi miklum átökum.   

Lćt ţetta duga í bili - meira síđar.

Myndir frá fyrstu umferđ


Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 8765269

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband