Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen er ţrefaldur heimsmeistari

Carlsen teflir viđ PotkinHeimsmeistarinn Magnús Carlsen varđ ađ láta sér lynda 2. sćtiđ á norska stórmótinu sem lauk í Stafangri um miđjan mánuđinn. En frá Noregi lá leiđin beint til Dubai í Sameinuđu arabísku furstadćmunum ţar sem sem heimsmeistarakeppnin í atskák, 15 10, og hrađskák, 3 2, fór fram. Magnús vann báđa titlana! Hann er ţví ţrefaldur heimsmeistari í skák og engum blöđum um ţađ ađ fletta ađ ţessi misserin ber hann höfuđ og herđar yfir ađra. Keppnin í atskákinni fór fram dagana 16.-18. júní og voru tefldar 15 umferđir eftir svissneska kerfinu. Keppendur voru 112 talsins og nćr allir bestu skákmenn heims voru mćttir til leiks. Lokaniđurstađan:

1. Magnús Carlsen 11 v. (af 15) 2.-5. Caruana, Anand, Morozevich og Aronjan 10 ˝ v.

Sigur Magnúsar var tćpur. Hann tapađi klaufalega fyrir Anand í 12. umferđ en eftir ţađ missti hann ađeins ˝ vinning niđur.

Svo til sami keppendahópur tók ţátt í hrađskákmótinu sem fram fór dagana 19.-20. júní. Ţar var tefld 21 umferđ og Magnús tapađi einungis fyrir lítt ţekktum Kínverja, Lu Shanglei. Lokaniđurstađan:

1. Magnús Carlsen 17 v. (af 21) 2.-3. Ian Nepomniachtchi og Nakamura 16 v. 4. Le Queng Liem 14 ˝ v.

Fastlega má búast viđ ţví ađ vćgi styttri skáka muni aukast á nćstu árum. Ţetta kemur m.a. fram í ţví ađ FIDE birtir atskák- og hrađskákstig og endurskođađar hafa veriđ ýmsar reglur sem varđa keppnisformiđ. Fyrsta opinbera heimsmeistaramótiđ í hrađskák fór fram í Saint John í Kanada áriđ 1988. Ţar sigrađi Mikhael Tal. Nokkur óopinber heimsmeistaramót höfđu áđur veriđ haldin og ţađ ţekktasta er án efa mótiđ í Herceg Novi í Svartfjallalandi sumariđ 1970 sem Bobby Fischer vann.

Greinarhöfundur fór yfir allar 36 skákirnar sem Magnús tefldi í Dubai og ţar kennir margra grasa. Stundum koma fyrir svolítiđ skrýtnir leikir eins og t.d. í einni hrađskákinni ţar sem hann hafđi svart og hófst međ: 1. e4 Rf6 og eftir 2. e5 lék hann 2. ... Rg8 og vann! Gegn miklum sérfrćđingi Sikileyjarvarnar fann hann nýjan snúning í ţekktu afbrigđi:

Dubai 2014, atskák 3. umferđ:

Magnús Carlsen - Vladimir Potkin

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. a3!?

Hindrar -Bb4. Leikurinn er margslungnari en sýnist í fyrstu. Algengast er ađ leika 7. Dd2 Rf6 8. O-O-O Bb4 9. f3 en ţađ afbrigđi ţekkir Potkin betur en flestir.

7. ... Rf6 8. f4!

Ţetta var hugmyndin, hvítur hótar 9. e5.

8. ... Rxd4 9. Dxd4 Rg4?!

Fullveiđibráđur. Gott er 9. ... d6.

10. Db6! Bd6 11. e5 Rxe3 12. Dxe3 Be7 13. O-O-O b5 14. Re4 O-O 15. Bd3 Bb7

g59sk3q5.jpg16. Rf6+!

Í sjálfu sér er ţessi fórn tiltölulega meinlaus ef svartur bregst rétt viđ.

16. ... Bxf6?

Afleikur. Best var 16. gxf6 17. Dg3+ Kh8 18. Dh4 f5 19. dxe7 Dd8! og svarta stađan er í lagi.

17. exf6 g6 18. f5!

Árásin er hafin! Hvítur hótar 19. h6.

18. ... Dd8 19. Dg5?!

19. Hhf1! vinnur strax og hér er best ađ leika 19. ... exf5 20. Bxf4 h6! og svartur getur varist.

19. ... Hc8? 20. fxg6 fxg6 21. Bxg6! Dxf6 22. Bxh7+! Kh8

Eđa 22. ... Kxh7 23. Hxd7+ og vinnur.

23. Dh5 Kg7 24. Hxd7 Hf7 25. Bd3! Df4+ 26. Kb1 Hxd7 27. Dh7+ Kf6 28. Dxd7

- og svartur gafst upp. Eftir 28. ... Bxg2 er einfaldast ađ leika 29. Dxc8 Bxh1 30. Df8+ Kg5 (eđa 30. ... Ke5 31. Db8+) 31. Dg7+ og biskupinn fellur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 28. júní 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8778668

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband