Leita í fréttum mbl.is

Internet skákmót milli Patreksskóla í Vesturbyggð og Lankow í Schwerin

patro1.jpg

GM Henrik Danielsen stóð fyrir mótinu sem var haldið í Patreksskóla og fimm valdir nemendur í 6. - 7. og 8. bekk tóku þátt. Það voru Halldór Jökull, Halldór Örn, Goncalo, Eggert og Ottó sem kepptu sem lið Patreksskóla á móti fimm nemenda liði Lankow grunnskólans í Schwerin í Þýskalandi.  Mótið var afar vel heppnað og hófst á kynningu milli keppenda sem og skólastjórar beggja grunnskólanna heilsuðust og spjölluðu.

Þýska liðið hafði yfirhöndina framan af enda er mikil skákhefð í skólanum og nemendur góðir skákmenn. En vestfirsku strákarnir vildu ekki gefast upp og fundu gott mótspil sem varð til þess að þeir náðu jafntefli gegn sterku liðið Lankow. Sem sagt mjög vel gert hjá liði Patreksskóla !

Hér má svo sjá endastöðuna, Lankow Schwerin hvítt - patro2.jpgPatreksskóli Vesturbyggð svart. Tæknilega er staðan jöfn. Kh5 og Rc3 hjá hvítum geta ekki fundið vinningsleið. Frípeð svarts á a3 tryggir jafnteflið.

Allir skemmtu sér konunglega!


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Schwerin-Patreksfjordur - ?
?, 2014.05.05

Schwerin-Patreksfjordur - ? (PGN)

*

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband