Leita í fréttum mbl.is

NM stúlkna - pistill fjórđu umferđar

Úrslit Íslensku stelpnanna í fjórđu umferđ:

A-flokkur
Hrund Hauksdóttir – Angelina Fransson (Svíţjóđ) 0-1

Ţetta var ekki besta skákin hjá Hrund í mótinu.  Hún fann sig ekki í stöđunni sem kom upp eftir byrjunina og eftir yfirsjón sem kostađi skemmda kóngsstöđu var skákin erfiđ gegn hinni mjög svo sterku Angelinu sem er efst í A-flokki međ fullt hús vinninga.  Hrund er í fjórđa til fimmta sćti í afar jöfnum flokki.

B-flokkur
Freja Vangsgaard (Danmörk) – Sóley Lind Pálsdóttir 1-0
Ingrid Andrea Greibrokk (Noregur) – Veronika Steinunn Magnúsdóttir 1-0
Brandy Paltzer (Svíţjóđ) – Ásta Sóley Júlíusdóttir 1-0

Ekki okkar dagur í B-flokki í dag.  Allar stelpurnar töpuđu.  Sóley tapađi fyrir Freju frá Danmörku eftir ađ hafa barist vel og lengi peđi undir.  Reyndar var Sóley búin ađ ná jafntefli ţví sama stađan kom upp ţrisvar og krafđist Sóley jafnteflis en ţví miđur var jafntefliskrafan rangt útfćrđ ţví nauđsynlegt er ađ skrifa niđur síđasta leikinn, stöđva klukkuna, kalla á skákstjóra og krefjast jafnteflis áđur en nokkur mađur er snertur á borđinu.  Sóley lék hins vegar síđasta leiknum og krafđist jafnteflis áđur en hún ýtti á klukkuna en ţađ gildir ţví miđur ekki.  Ţetta kostađi hana nokkurn tíma og međ lítinn tíma á klukkunni fann hún ekki bestu vörnina og tapađi ađ lokum.  Sóley er ađ tefla mjög vel á ţessu móti.  Veronika tefldi viđ Ingrid frá Noregi og tapađi eftir ađ hafa ekki telft sóknina nćgilega ákveđiđ.  Andstćđingurinn fann hins vegar afar fallega mátsókn sem ekki var hćgt ađ ráđa viđ.  Ásta Sóley lék slćmum afleik í sinni skák ţar sem hún lék af sér heilum hrók.  Ţađ var einfaldlega of mikiđ og skákin tapađist.  Sóley er í 3.-4. sćti, Veronika er í 6. sćti og Ásta er í 8. sćti.

Menntamálaráđherra lék fyrsta leikinn fyrir Nansý í ţriđju umferđ 

C-flokkur
Ellen Fredericia Nilssen (Danmörk) – Nansý Davíđsdóttir 0-1
Amalie Isabel Merkesvik (Noregur) – Heiđrún Anna Hauksdóttir 1-0
Katla Torfadóttir – Maria Nass (Noregur) 0-1
Freyja Birkisdóttir – Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir ˝-˝

Freyja

Nansý tefldi viđ stigahćstu stelpuna í C-flokki í dag.  Skákin byrjađi ţannig ađ andstćđingurinn lék óvćnt Rf3 í fyrsta leik.  Nansý leit ţá upp á okkur ţjálfarana (Helgi Ólafsson hefur veriđ međ mér hér á Bifröst) og ţađ stóđ framan í henni: „Ţiđ undirbjugguđ mig ekki fyrir ţetta!“.  Okkur til varnar ţá er ekki alveg hćgt ađ sjá allt fyrir ţó ađ viđ séum báđir reynslumiklir í svona mótum.  Ţetta reyndist ekki skipta máli ţví Nansý telfdi afar vel og vann sannfćrandi í góđri skák.  Heiđrún tefldi viđ Amalie frá Noregi og lenti fljótlega í vandrćđum og tapađi gegn sterkum andstćđingi.  Katla tefldi afar vel gegn Mariu frá Noregi og var lengst af međ heldur betri stöđu.  Reynsluleysi í endatöflum kostađi hins vegar skákina en ţađ var allt annađ ađ sjá til Kötlu í dag ţar sem hún nýtti tímann sinn mikiđ betur.  Hún er óđum ađ ná tökum á ađ tefla í svona mótum.  Ţćr vinkonur Freyja og Ylfa tefldu saman og sömdu um jafntefli í frekar stuttir skák.  Skýringin var einföld. Ţeim langađi ekki til ađ tapa og vildu eiginlega ekki gera vinkonunni ţađ ađ vinna hana!  Allt í lagi, hvađ veit ég svo sem um ţetta!

Nansý er efst í ţessum flokki og ţarf ađ vinna á morgun til ađ tryggja sér Norđurlandameistaratitil, Katla, Heiđrún og Ylfa eru í 9.-11. sćti og Freyja er í 12. sćti.

Fimmta og síđasta umferđin hefst klukkan 10 í fyrramáliđ.

Heimasíđa mótsins
Bein útsending frá fjórđu umferđ
Chess-results (pörun og úrslit)

Davíđ Ólafsson

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 8764942

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband