Leita í fréttum mbl.is

Gríđarleg spenna á Íslandsmóti skákfélaga - GM Hellir leiđir

Síđari hluti Íslandsmóts skákfélaga hófst í gćr í Menntaskólanum í Hamrahlíđ. Gríđarleg spenna er í keppninni en ţrjú félög berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrir síđari hlutann var Taflfélag Vestmannaeyja efst en ţađ breyttist í gćr ţegar sveitin tapađi afar óvćnt fyrir Taflfélagi Reykjavíkur, 3-5. Á sama tíma unnu Skákfélagiđ GM Hellir og Víkingaklúbburinn stórsigra. GM Hellir leiđir í keppninni en Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins eru í öđru sćti 1,5 vinningi á eftir.

Úrslit sjöttu umferđar má nálgast á Chess-Results.

Stađa efstu liđa í fyrstu deild

  1. Skákfélagiđ GM Hellir 36 v.
  2. Víkingaklúbburinn 34,5 v.
  3. Taflfélag Vestmannaeyja 31,5 v.
  4. Taflfélag Bolungarvíkur 30 v.
  5. Taflfélag Reykjavíkur 29,5 v.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

Mótinu verđur framhaldiđ í kvöld kl. 20. Ţá teflir GM Hellir viđ Skákfélag Akureyrar, Víkingaklúbburinn viđ b-sveit GM Hellis og Taflfélag Vestmannaeyja viđ Vinaskákfélagiđ.

Mótinu lýkur svo á laugardag međ tveimur síđustu umferđunum. Sú fyrri fer fram á milli 11-15 og sú síđari á milli 17-21.

Íslandsmót skákfélaga er stćrsta einstaka mót hvers árs á Ísland. Í ár tefla 308 skákmenn í hverri umferđ, allt frá sex ára til ríflega áttrćđs. Í keppninni tefla nánast allir sterkustu skákmenn landsins, erlendir sterkir stórmeistarar, sterkustu skákkonur landsins auk hins almenna skákáhugamanns í stórum stíl.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 8764617

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband