Leita í fréttum mbl.is

NM Skólaskák 2014 pistill sjöttu umferđar

A-flokkur
Nökkvi Sverrisson (2081) - Erik Rönka, Finnland (2154)
˝-˝
Mikael Jóhann Karlsson (2057) – Martin Haubro, Danmörk (2191)
˝-˝

Verđlaunahafar í A-flokki

Nökkvi tefldi viđ Erik frá Finnlandi og endađi skákin međ jafntefli eftir nokkra stöđubaráttu.  Ţađ sama má segja um skák Mikaels á móti Martin frá Svíţjóđ.  Ţeir félagar enduđu báđir međ ţrjá og hálfan vinning.  Nökkvi endađi í ţriđja sćti og Mikael í fjórđa sćti eftir stigaútreikning.

B-flokkur
Egor Norlin, Svíţjóđ (2117) - Dagur Ragnarsson (2073) 0-1
Oliver Aron Jóhannesson (2104) – Silas Eyđsteinsson, Fćreyjar (1668) 1-0

Verđlaunahafar í B-flokki

Dagur tefldi viđ Egor Norlin frá Svíţjóđ.  Dagur gerđi ákaflega vel ađ landa sigri í langri og erfiđri skák međ ţví ađ snúa á andstćđinginn í endatafli.  Oliver átti náđugan dag gegn Silas frá Fćreyjum.  Getumunurinn á ţeim er einfaldlega ţađ mikill ađ Silas átti raunverulega aldrei séns í ţessari skák.  Dagur endađi međ fjóra vinninga og hlaut brons í flokknum. Hann var reyndar jafn  Eero í öđru sćti en lćgri eftir stigaútreikning.  Oliver endađi međ ţrjá og hálfan vinning og varđ í fjórđa til sjötta sćti (fimmti eftir stigaútreikning).

C-flokkur
Jón Kristinn Ţorgeirsson (1844) – Eyvind X Djurhuus (1963)
˝-˝
Dawid Kolka (1748) - Sondre Merkesvik, Noregur (2022) 0-1

Verđlaunahafar í C-flokki

Jón Kristinn tefldi afar vel í ţessum flokki og endađi međ fjóra og hálfan vinning og hlaut silfurverđlaun í ţessum flokki.  Flott frammistađa hjá honum og greinilegt ađ hann er mun sterkari skákmađur en stigin segja til um.  Dawid hlaut tvo og hálfan vinning og endađi í níunda sćti.

D-flokkur
Hilmir Freyr Heimisson (1761) – Arunn Anathan, Danmörk (1746) 1-0
Felix Steinţórsson (1536) - Andreas Garberg Tryggestad, Noregur (1878) 0-1

Hilmir Freyr - verđlaun í D-flokki

Hilmir Freyr átti ađ vanda hjartastopp dagsins.  Eftir byrjunina lék Hilmir illa af sér peđi og fékk ţví slćma stöđu.  Hann hóf ţá sókn af krafti, meira af kappi en forsjá.  Fljótlega var hann kominn međ gjörtapađa stöđu en drengurinn er lipur í ţví ađ ţyrla upp ryki og slá andstćđingana út af laginu.  Hann hélt bara áfram ađ sćkja hróki undir og náđi ađ vinna mann.  Andstćđingnum varđ svo um ađ hann lék fyrirvaralaust af sér drottningu!  Annađ skiptiđ í mótinu sem svipađ atvik gerist hjá Hilmi.  Mér ţćtti reyndar betra ađ hann tefldi bara traust og ynni sannfćrandi í stađ ţess ađ ţeyta hjartsláttartíđni ţjálfara og liđstjóra fram upp og niđur líkt og ţeir vćru staddir í rússíbana.  Felix tefldi viđ Andreas frá Noregi sem er rúmlega ţrjúhundruđ og fjörutíu stigum hćrri en Felix.  Eftir snarpa baráttu mátti Felix játa sig sigrađan.  Hilmir endađi međ fjóra vinninga og hlaut brons í ţessum flokki.  Hann endađi reyndar í öđru til fjórđa sćti en varđ ţriđji eftir stigaútreikning.  Felix hlaut tvo og hálfan vinning og endađi í áttunda til tíunda sćti (níundi eftir stigaútreikning).

E-flokkur
Jonas Bjarre, Danmörk (1899) - Vignir Vatnar Stefánsson (1800)
˝-˝
Mykhaylo Kravchuk (1453) – Isak Sjöberg, Noregur (ekki međ skráđ stig)
˝-˝

Verđlaunahafar í E-flokki

Vignir reyndi hvađ hann gat til ađ sigrast á Jonasi frá Danmörku.  Sá danski hélt sér hins vegar afar fast og niđurstađan varđ ađ lokum jafntefli.  Ţađ er greinilegt ađ drengirnir í ţessum flokki voru hrćddir viđ Vigni hvort sem ţeir voru stigalćgri eđa stigahćrri en hann.  Mykhaylo gerđi ágćtis jafntefli viđ Isak frá Noregi.  Vignir endađi međ fjóra og hálfan vinning og hlaut silfurverđlaun í ţessum flokki.  Mykhaylo endađi međ ţrjá vinninga og varđ í fimmta til sjötta sćti (fimmti eftir stigaútreikning).

Landskeppnin – lokastađa

Ísland 35,5 vinningar
Danmörk 34 vinningar
Svíţjóđ 33 vinningar
Noregur 32,5 vinningar
Finnland 30 vinningar
Fćreyjar 15 vinningar

Íslenska liđiđ sigrađi semsagt sjálfa landskeppnina og varđi ţar međ titilinn frá ţví á heimavelli í fyrra.  Sigurinn var sérstaklega sćtur í ljósi ţess ađ danir voru afar ákveđnir í ađ vinna ţessa keppni og lögđu mikinn metnađ í ţađ.  Ţađ er nú búiđ ađ fá nýjan farandbikar í ţessa keppni, Legobikarinn, sem Ísland mun varđveita fram ađ nćstu keppni.

Ţegar á heildina litiđ verđur árangur Íslendinganna ađ teljast góđur.  Viđ erum til ađ mynda eina landiđ sem á mann á verđlaunapalli í öllum flokkum.  Allir keppendur okkar eru mjög agađir í vinnubrögđum á svona mótum og eru okkur svo sannarlega til sóma.  Ţađ ţótti viđ hćfi ađ Jón Kristinn tćki viđ bikarnum fyrir hönd okkar ţar sem hann var međ bestan árangur Íslensku keppendanna mćlt međ frammistöđumati miđađ viđ ELO stig.

Norđurlandameistaratitlinum veitt viđtaka 

Norđurlandameistarar

 

Ađ lokum eiga danirnir svo skiliđ mikiđ hrós fyrir framkvćmd keppninnar.  Ég vona svo sannarlega ađ sambćrileg umgjörđ verđi viđhöfđ á ţessum mótum hér eftir.  Fyrir foreldra/áhorfendur heima á Íslandi hlýtur líka ađ vera algjörlega frábćrt ađ geta horft á allar skákir sinna manna í beinni útsendingu í gegnum netiđ.

Davíđ Ólafsson

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8778723

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband