22.12.2013 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Sextugur Áskell Örn og enn í framför

Aldursviðmið á heimsmeistaramótinu sem fram fór við góðar aðstæður dagana 11.-24. nóvember í Rijeka í Króatíu var 60 ár og þar yfir. Hafði Áskell orð á því hversu gott hefði verið að geta einbeitt sér að taflmennskunni og engu öðru. Hann hlaut 7 vinninga af 11 mögulegum og hafnaði í 18. sæti af 200. Árangur hans reiknast upp á 2388 stig, hann rétt missti af áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en hækkaði um tæplega 40 stig fyrir frammistöðuna. Gunnar Finnlaugsson tefldi einnig í Rijeka og stóð sig vel, hlaut 5 ½ vinning og varð í 108. sæti. Lítum á bestu skák Áskels sem kom í 9. umferð:
Vladimir Karasev (Rússland) - Áskell Örn Kárason
Sikileyjarvörn
1. c4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Bg7 5. e4 Rc6 6. Be3 Rf6 7. Rc3 O-O 8. Be2 d6 9. O-O Bd7 10. Dd2 Rxd4 11. Bxd4 Bc6 12. f3 a5 13. Kh1 Rd7 14. Bxg7 Kxg7 15. f4 a4
Margeir Pétursson lék 15. ... Rc5 gegn Chandler í Chicago 1983. Báðir leikirnir eru góðir.
16. Bg4 Rf6 17. Bf3 Da5 18. Dd4 Had8 19. Rd5 Dc5!
Besti leikurinn og hér hefði hvítur átt að víkja og leika 20. Dd3. Drottningauppskiptin styrkja stöðu svarts.
20. Dxc5 dxc5 21. Had1 e6 22. Rc3 e5 23. Hxd8 Hxd8 24. fxe5 Rd7 25. e6 fxe6 26. Hd1 Hf8 27. e5?
Mislukkuð atlaga. Sjálfsagt var 27. Kg1 Re5 28. Be2 þó svarta staðan sé örlítið betri.
Þetta sást Karasev yfir. Endataflið sem nú kemur upp er talsvert betra á svart og Áskell leysir tæknilega þáttinn afar vel.
28. Hxd7 Bxd7 29. gxf3 Bc6 30. Kg2 g5 31. Kg3 Kg6 32. f4 Kf5 33. fxg5 Kxg5 34. Kf2 Kf4 35. Ke2 Kxe5 36. Ke3 Kf5 37. Re2 e5 38. Rc1 b6 39. a3 h5 40. Re2 h4! 41. Rc3
Þó að hvítur geti lokað fyrir innkomuleiðir kóngsins með 41. Rg1 lendir hann leikþröng fyrr eða síðar.
41. ... Kg4 42. Kf2 Kf4 43. Ke2 e4 44. Rd1 Bd7 45. Rc3 Bg4 46. Ke1 Kf3 47. Rxa4 Kg2 48. Rxb6 Kxh2 49. Kf2 e3+ 50. Kxe3 Kg3 51. Ra4 h3 52. Rxc5 Bf5!
Valdar „hálfhring" riddarans. Alls ekki 52. ... h2 vegna 53. Re4+ og 54. Rf2.
53. Rb3 h2 54. Rd4 Bg4
Aftur sama þema og síðast.
55. b4 h1=D 56. c5 Dc1 57. Ke4 Dxa3
- og Karasev gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 15. desember 2013
| Karasev, Vladimir I - Karason, Askell O (PGN) 1. c4 c5 2. Nf3 g6 3. d4 cxd4 4. Nxd4 Bg7 5. e4 Nc6 6. Be3 Nf6 7. Nc3 O-O 8. Be2 d6 9. O-O Bd7 10. Qd2 Nxd4 11. Bxd4 Bc6 12. f3 a5 13. Kh1 Nd7 14. Bxg7 Kxg7 15. f4 a4 16. Bg4 Nf6 17. Bf3 Qa5 18. Qd4 Rad8 19. Nd5 Qc5 20. Qxc5 dxc5 21. Rad1 e6 22. Nc3 e5 23. Rxd8 Rxd8 24. fxe5 Nd7 25. e6 fxe6 26. Rd1 Rf8 27. e5 Rxf3 28. Rxd7+ Bxd7 29. gxf3 Bc6 30. Kg2 g5 31. Kg3 Kg6 32. f4 Kf5 33. fxg5 Kxg5 34. Kf2 Kf4 35. Ke2 Kxe5 36. Ke3 Kf5 37. Ne2 e5 38. Nc1 b6 39. a3 h5 40. Ne2 h4 41. Nc3 Kg4 42. Kf2 Kf4 43. Ke2 e4 44. Nd1 Bd7 45. Nc3 Bg4+ 46. Ke1 Kf3 47. Nxa4 Kg2 48. Nxb6 Kxh2 49. Kf2 e3+ 50. Kxe3 Kg3 51. Na4 h3 52. Nxc5 Bf5 53. Nb3 h2 54. Nd4 Bg4 55. b4 h1=Q 56. c5 Qc1+ 57. Ke4 Qxa3 0-1 |
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 17.12.2013 kl. 10:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 3
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 139
- Frá upphafi: 8779032
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 111
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brilliant analysis, Karasev provides an excellent example of the Sicilian defense under pressure. Hxf3 is surprising.
Yamie Chess (IP-tala skráð) 25.12.2013 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.